Uppgjör hans Bjarna B.

Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að skoða sín eigin mál og taka pokann sinn alveg eins og varaformaðurinn. Hvernig geta menn sem eru flæktir í siðlaus peningaviðskipti staðið í ræðupúlti með skilti fyrir aftan sig sem stendur á "byggjum upp". Hvers konar uppbygging er þá væntanlega? Áframhaldandi siðleysi og eiginhagsmunapot? Þorgerður Katrín skynjaði allavega að pólitíski ferillinn hennar er sennilega búinn - allavega í bráð, kannski þangað til almenningur er búinn að gleyma. Það væri best fyrir flokkinn að hún víki, sagði hún. "Best fyrir flokkinn"! Þannig hugsuðu menn á þeim bæ lengi og gera enn. Hvaða mál skipti þjóðin?
mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún gat ekki sagt hreint út;  Það er best að ég víki.

Pólitík.  Þetta er atvinna hjá svo mörgum.  Hugsjón er ekki lengur til í pólitík nema hjá einhverjum "vitleysingum".  Þeir ná heldur ekki langt í henni.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Helvítis flokksræði og ekkert annað!

Sigurður Haraldsson, 18.4.2010 kl. 16:16

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er spurningin hvort BB verður látinn taka pokann sinn í sumar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.4.2010 kl. 11:21

4 identicon

Ég tel það víst.  Hann hættir á landsfundinum eða tapar kosningu um formannssætið.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 12:49

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hólmfríður við eigum það skilið að hann víki menn eins og hann ættu að skammast sín.

Sigurður Haraldsson, 21.4.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband