Heimurinn breytist

Margt sem sýnist vera gott og hagstætt getur allt í einu snúist í það að vera vont. Íslendingar dáðist fyrir alls ekki löngu að mönnum sem hugðust leggja heiminn að fótum sér og gerast útrásarmenn. Einn þeirra jafnvel komst í hóp þeirra sem þóttust vera ríkastir í heiminum. Nú bara nokkrum árum seinna er hann sennilega í hóp þeirra sem skulda mest.Davíð Oddsson var dýrkaður stjórnmálamaður. Hann var sá sterki leiðtogi sem fólkið treysti. Hann var hafinn yfir allt gagnrýnið, ekki síst af hans eigin flokki. Þetta traust fylgdi honum meira að segja inn í Seðlabankann þótt hann gerði ekkert gott þar. Og eftir hrunið fékk hann að vera ritstjóri Morgunblaðsins. Nú er hann flúinn af landi brott og þorir ekki að svara fyrir því hvort hann hefur gert rétt eða rangt. Skildi einhver hér á landi bera ennþá traust til hans?Forsetinn okkar varð vinsæll fyrir það að neita að skrifa undir Icesave- samninguna. Örstutt seinna þegar rannsóknarskírslan kom út missti hann aftur vinsældina. Og nú hefur hann ollið ferðaþjónustunni ómælt tjón með einhverjum yfirlýsingum um yfirvofandi hættu á að Katla gæti gosið.Eyjafjallajökullinn var fallegt fjall. Snjóhvítur jökull krýndi topp þess. Fjallið veitti þeim sem bjuggu fyrir sunnan skjól fyrir köldum norðanvindum. Þarna var með bestu landbúnaðasvæðum á landinu. Jafnvel var ræktað korn sem er nú ekki títt á köldu landinu okkar. En nú hefur þetta fallega fjall breyst í skrímsli og spúað ösku yfir þau svæði sem nutu mest góðs af skjóli þess. Svona getur heimurinn og viðhorf til einstakra mála breyst á stuttum tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hverfull heimur.

Hörður Halldórsson, 30.4.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband