Hrikalegt!

Svona lagað má bara ekki gerast! Hvernig var til dæmis borgað fyrir hlutabréfin í HS Orku? Með aflandskrónum? Hvernig var staðið að því að sniðganga íslensk lög með stofnun skúffufyrirtækis í Svíþjóð? Hvernig var núna samið um greiðslur? Með hlutabréfum í kanadísku móðurfélagi? Þetta finnst manni nú frekar ótrygga verðsetning á dýrmætum auðlindum sem geta malað gull - en ekki fyrir okkur hér á landi. Þetta er hrikalegt, það þarf að fara betur í saumana á þessum viðskiptum. Að svona skyldi fá að ganga og það eftir hruninu og öllum slæmum málum sem koma upp á yfirborðið. Getum við ekki lært neitt?


mbl.is Magma eignast 98,53% í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Eru ekki þarna á ferð tveir íslenskir stjórnendur Magma og Geysis Green sem eru að gera sitt besta í að vinna islenskri þjóð það gagn sem best þeir kunna.... eða eiga þeir kannski eitthvað eftir ólært...?

Ómar Bjarki Smárason, 17.5.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband