Eru það Kerlingarfjöllin núna?

Magma Energy, þetta varasama fyrirtæki  kom bakdýramegin hér inn á þeim tíma þegar allt logaði eftir hruninu, þegar ríkisstjórnin átti og á enn fullt í fangi með að sigla þjóðarskútuna fram hjá  skipbroti. Það tókst að keyra kaup á HS orku í gegn án þess að einhver fetti fingra út í þessi viðskipti. Og strax daginn eftir yfirlýsir Ásgeir Margeirsson (sá sem var fljótur að hoppa yfir í nýja fyrritækið) að nú stæði til að rannsaka Kerlingarfjöllin með orkuöflun í huga. Rannsóknarborarnir fela í sér mikið röskun á viðkvæmum svæðum. Svo þetta er ekki neitt "bara". Þetta er fyrsta skrefið í að eyðileggja enn eina af okkur stórkostlegum náttúruperlum. Við þekkjum allir þennan feril: Næst eru það  setningar eins og: "Nú er búið að raska svæðið, nú er eins gott að halda áfram". Eða: "Þetta hefur kostað svo mikið, nú er ekki hægt að bakka út úr þessu".

Á meðan sveitarstjórnir sem eru með peningaglampa í augunum geta einar ráðið yfir svæðin sem eru einstök og með verðmæta náttúrufegurð þá mun Íslenska þjóðin halda áfram að skemma náttúruperlunum sínum fyrir skjótfengna peninga. Hér er þörf á lagabreytingum sem koma í veg fyrir slíkt. Við skuldum komandi kynslóðum að varðveita okkar einstaka náttúru til þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband