19.6.2010 | 21:25
Spólandi vitlaust?
Hvað gengur fólkinu til á bílahátíðinni á Akureyri? Auðvitað er allt í fínu lagi að hafa áhuga á bílum. En að skipuleggja keppni þar sem er ætlast til að reykspóla og ausa sem mest af mengandi og heilsuspillandi efni út í andrúmsloftið er auðvitað alveg úr takt við tímann. Maður hugsa nú bara til þeirra á Suðurlandi sem þurfa að setja á sig rykgrímu til anda ekki að sér öskufyllt loft. Hvers á fólkið að gjalda sem býr nálegt þessum uppákomum. Ef ég væri þarna búsett myndi ég gera skipuleggjendur af þessari vitleysu skaðabótaskylda út af loftmengun og hávaða. Enginn ætti að þurfa að þola svona lagað í landi sem auglýsir sig sem hreint og óspillt.
Athugasemdir
Satt er það, enginn á þurfa að þola þetta. Það sem í raun vantar eru brautir hingað og þangað um landið fyrir áhugafólk og unglinga til að spóla úr sér verstu delluna. Þar að auki eru svona vellir tilvaldir í að kenna og fræða bílafólki um allan fjandann í þessu sambandi og gera þetta svolítið "fjölskylduvænt" ef þú skilur hvað ég meina. Það hefur tekist vel hjá Svíum og Norðmönnum.
Eyjólfur Jónsson, 22.6.2010 kl. 22:45
Skil ekki alveg af hverju Akureyri markaðssetur sig svona fyrir alls herjar fyllerí. Vissulega eru einhverjir áhugamenn um bifreiðar, tól og tæki tengd þeim sem fara á svona samkundur, en meirihlutinn sem mætir þarna eru óharðnaðir unglingar sem liggja í drykkju, keyra jafnvel fullir og hrella íbúa með dekkjavæli og mengun.
Hjóla-Hrönn, 27.6.2010 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.