2.7.2010 | 18:48
Of hraður akstur
Ég hefði sko ekki láta mér dreyma að ég myndi fá sekt fyrir of hraðan akstur. Venjulega þegar ég skrið á löglegum 90 km hraða á þjóðveginum er ég bara fyrir í umferðinni, stöðugur lestastjóri og snigill af verstu gerð. Samt var ég tekin á 99 km hraða um daginn milli Borgarfjarðar og Reykjavík þegar umferðin var frekar þung og ég flaut með bílastraumnum. Hefði ég ekið hægar þá hefði ég skapað hættu með því að hvetja hina að taka fram úr "sniglinum".
En hvað með það, ég var 9 km of fljót og verð að sætta mig við 10.000 kr. í ríkiskassann. Vonandi voru þá allir skráðir sem óku jafn hratt, það myndi hugga mig eitthvað. Vonandi verður einnig í framtíðinni tekið strangt á þeim sem aka á ótryggðum ökutækjum í umferðinni, þeim sem hafa trassað að fara með bílinn í skoðun og þeim sem aka um á nagladekkjum langt fram eftir sumri.
Athugasemdir
Get huggað þig við það að ég var að keyra þarna síðustu helgi og myndavélin þar skaut á mig á 97 km hraða, fékk einmitt líka sekt upp á 10þ en lækkuð niður í 7500 ef ég borgaði strax.
Var á engan hátt sátt við þetta enda taldi ég mig ekki vera að stunda hraðakstur þarna.
A.L.F, 2.7.2010 kl. 19:23
Ég hugsa að það séu ansi margir að lenda í þessu, ég sem er líka "snigill" í umferðinni fékk sekt um daginn. Hélt samt að það væri gefinn smá séns, finnst allt í lagi að gefa skriflega aðvörun í fyrsta sinn sem bílstjóri mælist nokkra km yfir hámarkshraða (nema náttúrulega brotið sé alvarlegt)
Núna er ég hvílíkt með augun á hraðamælinum, sem er í sjálfu sér önnur slysahætta, maður þarf að fá sér svona "cruise control" sem maður getur stillt hámarkshraða ökutækis.
Eða bara halda sig á hjólinu!
Hjóla-Hrönn, 4.7.2010 kl. 18:02
Sæl Úrsúla. Gaman að sjá þig á blogginu. Hér bloggar þú um málefni sem mér er mjög hugleikið því mér finnst alveg skandall að það megi ekki keyra á kjörhraða allt að 100 km. Eins og þú bendir á er það sá hraði sem flestir vilja keyra á en löggan miðar við 93 km er mér sagt. Ég fór norður í land fyrir ári síðan og var þá eins og snigill með Crus control á 93 km. Endalaus framúrakstur og allir farþegar hjá mér komnir í fýlu yfir nýju aksturslagi en slapp við lögguna í þeirri ferð og reyndar hef ég ekki verið tekin oft þó ég keyri helst ekki á löglegum frekar en aðrir landsmenn. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.7.2010 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.