29.7.2010 | 13:12
Ég skammast mín
Ekki er það blóm í hnappagatið okkar Íslendinga: Að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um að aðgang að hreinu vatni telst til mannréttinda. Hver sat á alsherjaþingi fyrir okkar hönd? Hvað voru þeir að hugsa? Að okkur sé sama því við eigum kappnóg af hreinu vatni? Eða kannski að við gætum grædd á að selja okkar hreint vatn? Allavega er ég ekki alveg laus við að skammast mín að vera Íslendingur.
![]() |
Ísland sat hjá á þingi SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi fá allir útlendingar að nota vatnið okkar. Bæði það heita og kalda. Skil ekki fólk sem er á móti því. Eins og þá sem vilja ekki að útlendingar fái nýtingarrétt að auðlindum okkar í heita vatninu á Suðurnesjum.
Þorsteinn Sverrisson, 29.7.2010 kl. 20:09
Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að allir menn eigi rétt á að njóta sömu virðingar og jafnra réttinda. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 2002 að vatn tilheyrði grunnmannréttindum og væri forsenda annarra réttinda. Þessi samþykkt skuldbindur þau 145 ríki sem skrifað hafa upp á Alþjóða sáttmálann um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (the International Covenant on Economic, Social and Cultural Rights) til að tryggja með stigvaxandi hætti sanngjarnan og jafnan aðgang að öruggu drykkjarvatni.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 30.7.2010 kl. 19:04
Þorsteinn! nýtingaréttur er það sama og eignarréttur. Seldu nýtingarréttinn að lögsögu landsins, seldu nýtingarréttinn að öllu flatlendi, seldu nýtingarréttinn að 99% að þínu vinnuafli. Seldu Seldu.
50 cal.
Eyjólfur Jónsson, 1.8.2010 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.