Var fólkið að mótmæla á réttum stað?

Ég er að velta fyrir mér hverju fólkið var að mótmæla í gær á Austurvelli? Flestir voru sennilega mættir vegna þess að þeir eru óánægðir með ástandinu á Íslandi. En margir virðast vera með gullfiskaminni og muna ekki hverjir það voru sem ollu þessu. þar má t.d. nefna Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson sem forsvarsmenn fyrir Sjálfsstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í þar fyrirverandi Ríkisstjórn. Og svo auðvitað Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún í síðasta ríkisstjórn sem skipstjórar á síðasta skipinu. Það voru margir sem brugðust þjóðinni annaðhvort af ásettu ráði og valdagræðgi eða út af andvaraleysi.

Margir sem mótmæltu í gær tóku sjálfir þátt í hrunadansinum, tóku illa ígrunduð lán í neyslubrjálæði sem reið yfir þjóðfélagið í "góðærinu" og trúðu öllu sem þeim var lofað bæði af stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum.

Mótmælin ættu sérlega að fara fram hjá aðalstöðvum bankana. Þarna er að sölsa undir sig eignir fólksins og litilla fyrirtækja til að selja svo einkavinum á lágu verði. Þarna heldur spillingin áfram, þarna þiggja topparnir ennþá ofurlaun. 

Ef það eru ekki lög til í landinu sem koma í veg fyrir svona eignanám þá þarf hin snarasta að búa þau til. Bankakerfið má ekki vera eins konar ríki í ríkinu þar sem menn gera það sem þeim sýnist. Þá nefnilega mun sagan endurtaka sig, alveg bókandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mótmælendur eru hræddir við að þjónustufulltrúar bankanna þekki þá og taki af þeim yfirdráttinn og raðgreiðslurnar;

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 14:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mótmælin vegna hrunsins fóru fram í fyrra.

Mótmælin nú eru vegna rangrar og lélegrar úrræða núverandi stjórnvalda!

Gunnar Heiðarsson, 2.10.2010 kl. 15:32

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Óréttlætin fara fram í bönkunum. Þar fá stórlaxana afskrifaða milljónir og jafnvel milljarðar og kaupa svo seinna upp eignir sem "venjulegt fólk" er búið að missa. Þetta er ógeðslegt og þarna á að mótmæla.

Úrsúla Jünemann, 2.10.2010 kl. 17:16

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þú "veist" að það þíðir ekkert að mótmæla, þú "veist" að þeir sem setja lög í landinu breyta þeir eftir þörfum, þú "veist" að þetta allt er nú þegar ákveðið og þú "veist" að þú getur ekkert gert til að breyta því, og þú "veist" að allir "vita" og haltu svona áfram!

Eyjólfur Jónsson, 2.10.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband