1.12.2010 | 17:29
Er einhver vit að koma í íslenska þjóðina?
Það er gleðiefni að íslenska þjóðin virðist á leið að rétta kompásinn eitthvað smávegis. Við gleðjumst yfir smá framför.
Stuðningur eykst við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Yfir litlu getur þú glaðst. Ég bendi þér á að mikill meirihluti þjóðarinnar, 65% vilja ekki sjá þessa verklausu, vonlausu ríkisstjórn og fylgi Samfylkingarinnar sem gaf það út 2006 að hú næði 50% fylgi á næstu fimm árum er í sögulegu lámarki og mun fara dvínandi.
Ómar Sigurðsson, 1.12.2010 kl. 17:46
Algerlega sammála Ómari Sigurðssyni. Ríkisstjórn Jóhönnu er glötuð og það væru allar stjórnir með þessum ömurlega lansöluflokki.
Elle_, 1.12.2010 kl. 18:01
Ómar og Elle, hvað eru þið með betra í boði? Gamla hrunflokkana aftur?
Úrsúla Jünemann, 1.12.2010 kl. 18:47
Sæl Úrsúla. Ein af ástæðum þess að núverandi ríkisstjórn nýtur ekki stuðnings nema þriðjungs þjóðarinnar er sú að einn hrunflokkanna á aðild að henni. Þar að auki er þar innanborðs eini 4flokkurinn sem var áður algjörlega stikkfrí af hruninu, en hefur síðan svikið allflest kosningaloforðin sín.
Nei, mér þykir engin ástæða til þess að gleðjast.
Kolbrún Hilmars, 1.12.2010 kl. 19:41
Úrsúla, það er satt hjá Kolbrúnu. Samfylkingin var sko líka við völd í síðustu ríkisstjórn og skringilegt hvað Samfylkingarmenn fela það og haga sér endalaust eins og þau hafi ekki komið nálægt stjórninni, kennum einum flokki um alla þeirra óendanlegu ´mútuþægni´og spillingu. Það er Samfylkingarlygi, Úrsúla, og flokkurinn er gjörspilltur, hættulegur .
Elle_, 1.12.2010 kl. 20:02
Ég sé samt ekki betra kost að svo stöddu. Aðdragandi hrunsins var algjörlega í boði sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Þar sitja aðalspillingaröflin eins og kemur glöggt fram í rannsóknarskírslunni.
Úrsúla Jünemann, 1.12.2010 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.