4.12.2010 | 20:59
Geit í jólagjöf?
Í dag er mjög góð grein í Fréttablaðinu um umhverfismál og haft eftir Stefán Gíslason. Bent er m.a. á að val á vörunum sem við kaupum er mikilvægur punktur í umhverfishugsunum okkar. Hvaðan kemur varan? Hve margir kílómetrar hefur hún ferðast? Undir hvaða kringumstæðum var hún framleidd? Og hver stingur aðalhagnaðinn í vasann? Að vísu eru upplýsingar um sumt af þessu ekki alltaf að fá en með því að fleiri spyrja svona spurningar þegar þeir versla mun þetta kannski skána.
Ég ætla eins og Stefán að óska mér geit í jólagjöf eða brunn með góðu vatni sem ég reyndar mun kaupa handa fátækri fjölskyldu í þróunarlöndum. Hjá UNICEF er nefnilega hægt að kaupa slík gjafabréf. Ég sjálf á eiginlega allt og mig langa í ekkert sérstakt sem er hægt að kaupa fyrir peninga.
Athugasemdir
góð hugmynd!
Lúðvík Júlíusson, 6.12.2010 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.