1.3.2011 | 14:21
Þjóðgarður, hvað er það?
Vatnajökulþjóðgarðurinn er stærsti þjóðgarður í Evrópu. Að vísu er mesti partur þess jökull en í útjaðrinum finnast margar einstakar náttúruperlur. Ég fagna mjög stækkun þjóðgarðsins þar sem Langisjór er kominn inn í verndaða svæðið.
Við Íslendingar eigum eftit að læra hvað það þýðir að vera þjóðgarður. Í þjóðgörðum allstaðar í heiminum gilda sérstakar umgengnisreglur. Umferðin fóksins er stýrð og jafnvel takmarkað og gott eftirlit er með því að umgengni verði sem best.
Hingað til hefur verið óheftur aðgangur að hálendinu og fólkinu hefur verið treyst til þess að ganga vel um sem flestir gera. En vaxandi umferð og sífellt öflugri tól og tæki hafa skapað vandamál. Og svo eru alltaf svartir sauðir á milli sem skemma fyrir hinum. Ísland hefur verið auglýst sem "best off- road land" og og sjóræningja- fyrirtæki hafa gert út torfæruferðir fyrir útlendinga. Menn hafa stundað utanvegaakstur í auknum mæli, því miður.
Ég er mjög hlynnt því að stýra aðgang fólks inn í þjóðgarðana, framtíðin býður ekki upp á annað ef þjóðgarðarnir eiga að þjóna sínum tilgangi sem svæði sem eiga að njóta vernd vegna sérstöðu sína. Þetta verða líka þeir að skilja sem eru óhressir með það sem þeir kalla að "hefta ferðafrelsi".
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.