Að spara á börnunum

Alltaf er ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Starfsfólk leikskóla og grunnskóla er kvennastétt. Og konur eru þægari og minna uppreisnagjarnar en karlar. Þær sinna bara sínum skyldum og reyna að gera það sem best.

Hugmyndin að spara með því að búa til stærra einingar í grunnskólum og leikskólum er ekki góð. Börnin eru ekki skepnur sem er hægt að rækta á hagkvæmaran máta í stórum einingum. Þeim líður betur í litlum einingum þar sem allir þekkja alla. Í fjölmennum leik- eða grunnskólum er hætta á að persónulega sambandið milli starfsfólks og barna verði minna. Í slíkri "fjöldaframleiðslu" eru skólastjórnendur ekki lengur í góðu sambandi við starfsfólkið og krakkana. Í litlum skólum þekkja stjórnendur öll börnin og allt starfsfólkið og oft hafa þeir þurft að hoppa í skarðið þegar þörf voru á. Að ætla sér að ekkert skerðist í skólastarfi með því að búa til stórar og "hagkvæmar" einingar er bara þvæla. það vita allir sem koma nálægt uppeldisstörfum.


mbl.is Leikskólum fækkað í 59
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Þetta er mikill sorgardagur í mínum huga.   Síðan segir Borgarstjóri að þetta séu ekki kreppulausnir, skil þetta ekki. Hræðileg afturför

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 3.3.2011 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband