Fækkum frekar í bankastjórunum

Allt þetta kjaftæði um að fækka í skóla- og leikskólastjórnendum er auðvitað algjört hneyksli! Þessi stétt hefur staðið sig frábærlega ef ekki meira er sagt, unnið sína vinnu og dregið vagninn á erfiðum tímum. Sífellt er lagt meira á herðar þessara starfsstéttar því uppeldisstörfin virðist í æ ríkara mæli eiga sér stað í skólunum. Þjóðfélagið krefst þess að kennarar og stjórnendur skólana ala upp börnin.

Eftir hrunið var þjóðin að tala um að nú ætti að efla manngildin og minnka peningagildin. En í bönkunum okkar sitja aftur menn sem skammast sín ekki fyrir að þiggja milljónir á mánuði. Fyrir hvað? Þegar illa fer munu þessir menn væntanlega ekki axla ábyrgð heldur kenna öðrum um.

Nýtt og betra Ísland, hvar er það?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæl Úrsúla og stattu þig á vaktinni þar sem ég er ekki fótafær ennþá. Mætti alveg huga að sjálfboðaliðum í kennslu þar til mál skírast á næstu mánuðum. Þarna er gert þvert á móti viðurkenndri staðreynd að þegar kreppir að á menntun og vegagerð að margfaldast (sjá Finnland) en þetta sýnir bara ennþá betur algeran hæfileikaskort opinberra starfsmanna til skamm og langtíma áætlana. Svo er það vina mín.

Eyjólfur Jónsson, 13.3.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband