10.6.2011 | 12:18
Kemur ekki á óvart
Um hvað var að kjósa á sínum tíma? Fólkið í landinu var haft að fífli. Auðvitað verðum við að borga þessar skuldir. Kannski er það núna á verra kjörum? En duga ekki eignir Landsbankans gamla fyrir þetta að mestu leiti?
Þriggja mánaða Icesave-frestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki "við" Úrsúla. Heldur þrotabú Landsbankans. Um það kusum við að ríkissjóður þyrfti ekki að taka þetta á sig. Þrotabúið á nógu mikið af eignum til að gera þetta upp.
Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 04:50
Einmitt það! Vonandi lendum við hins vegar ekki í vondri stöðu núna. Eignir gamla Landsbankans losna ekki sí svona og nú. Við þurfum lengri tíma en 3 mánuði til þess. Mig hryllir sú hugmynd að þetta mál fer fyrir dómstól EFTA, þetta er fyrirfram tapað mál.
Úrsúla Jünemann, 11.6.2011 kl. 10:42
Það skemmtilega við álit ESA er að þeir tala bara um 20.887 evrur sem þýðir að heildarfjárhæðin er í kringum 674 milljarðar, í staðinn fyrir 1.319 milljarða. Það vill svo til að þrotabú Landsbankans á þessa fjárhæð nánast alla í peningum nú þegar og þarf ekki að losa um neinar eignir.
Hins vegar þá er ESA með þessu að skemma fyrir þeim aðilum sem ekkert hafa fengið, svo sem líknarfélögum og sveitarfélögum, en þó þeim kröfum hafi verið lýst sem forgangskröfum í búið, þá gætu þær farið aftur fyrir röðina og þessar 20.887 evrur verið greiddar fyrst, en það er bara endurgreiðsla til ríkissjóða Bretlands og Hollands, fólkið sjálft er búið að fá greitt.
Ég hef engar áhyggjur af þessum 3 mánuðum og enn síður því að þetta fari fyrir EFTA dómstól. Allar aðrar evrópuþjóðir munu tapa mun meira á því en við ef dómur félli okkur í óhag.
Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 15:01
Þessi pistill innheldur tvær fullyrðingar og þrjár spurningar.
1) Um hvað var að kjósa á sínum tíma?
Við kusum þann 9. apríl um hvort íslenska ríkið ætti að gangast í óskipta ábyrgð á kröfum vegna innstæðna Landsbankans, að viðbættum óendurkræfum vöxtum upp á tugi milljarða.
2) Fólkið í landinu var haft að fífli.
Hvernig geturðu fullyrt það ef þú veist ekki einu sinni um hvað var kosið? Það var reynt að fá okkur til að skrifa undir stærsta gúmmítékka Íslandssögunnar. Hver reyndi að hafa hvern að fífli?
3) Auðvitað verðum við að borga þessar skuldir.
Hvaða skuldir? Þetta er skuld Landsbankans. Hvaða "okkur" ert þú eiginlega að tala um í þessu sambandi? Eru það kannski sömu "við" og var reynt að fá til að þverbrjóta EES-samninginn með því að samþykkja ríkisábyrgð á einkarekstri? Aftur spyr ég, hver reyndi að hafa hvern að fífli?
4) Kannski er það núna á verra kjörum?
Steingrímur og taglhnýtingar hans vildu láta okkur ábyrgjast 1.319 milljarða til áratuga ásamt vöxtum. ESA segir hinsvegar núna að ábyrgðin eigi að vera 650 milljarðar. Hvort kallar þú verri kjör?
5) En duga ekki eignir Landsbankans gamla fyrir þetta að mestu leiti?
Þær duga eins og áður sagði fyrir tvöfaldri þeirri upphæð sem ESA heldur fram að við eigum að ábyrgjast. En það er ekki mitt vandamál eða þitt, heldur skilanefndar Landsbankans og hollenskra og breskra yfirvalda.
Og svo þetta gullkorn hér: þetta er fyrirfram tapað mál
Gaman væri að vita úr hvaða viskubrunni þekkingar á evrópskum lögum og réttarfari þessi ályktun er dregin. Veistu hvaða afleiðingar það myndi hafa í för með sér ef við myndum tapa málinu? En ef við vinnum? Veistu hvað dómafordæmi um ríkisábyrgð myndi þýða fyrir efnahagslíf og myntbandalag Evrópu? Hefurðu yfir höfuð hundsvit á því sem þú ert að fjalla um hérna?
Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.