Íslendingar vakna til meðvitundar í umferðamálunum?

Umferðin á þjóðvegunum minnkar, þetta eru góðar fréttir. Þetta þýðir að æ fleiri hugsa sig um áður en lagt er af stað. Sameinast kannski í ökutækjunum í staðinn fyrir að hver maður fer í sinni dós. Tengja kannski ferðirnar saman í staðin fyrir að skutlast hingað og þangað til þess að sinna stökum erindum. Nota kannski almenningssamgöngurnar eða reiðhjólin í staðinn fyrir einkabílinn.

Vonandi skilja breytt viðhorf sér fljótlega í bættum strætisvagnasamgöngunum á Stórreykjavíkursvæðinu. Þar verða þeir sem þurfa að mæta snemma í vinnu um helgar eða komast seint heim á kvöldin ennþá að eiga einkabíl því enginn strætó fer.

Vonandi fá reiðhjólamenn einnig bætt vegakerfi til að nota reiðhjólið sem samgöngutæki. Þar á ég við beinar leiðir meðfram stofngötunum í staðinn fyrir óteljandi "krúsidúllur" sem lengja leiðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband