Náttúrugersemi í hættu

Enginn vafi er um að Mývatn er einn af náttúrugersemum okkar hérlendis. Stöðugt birtast fréttir um vaxandi ferðamannafjölda sem sækja Ísland heim. Mývatn er einn af þeim stöðum sem margir vilja sjá og upplifa. Á sama tíma göngum við um landið okkar með ótrúlegri kæruleysi. Fréttin um sokkinn olíutank í Ýtriflóa Mývatns sem enginn kærði sig um að ná upp úr vatninu aftur er enn eitt sorglegt dæmi. Kísiliðjan var aldrei gert ábyrgð og þykir það ólíklegt að hægt sé að gera eitthvað slíkt eftir svo langan tíma. Tölum nú ekki um fyrirhugað jarðvarmaorkuver rétt hjá Mývatninu þar sem enginn veit hvað skal gera með affallsvatninu þannig að það skaði ekki lífríki vatnsins. Er ekki tími kominn að við vöknum upp frá þyrnirósasvefninu og hugsum betur um náttúruvernd. Það "reddast" ekki allt af sjálfum sér.
mbl.is Tifandi tímasprengja í Mývatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þetta með olíutankinn er auðvitað algert hneyksli.

Það verður að finna þennan tank. Hann sést ekki, en þar með er ekki sagt að engin hætta sé af honum.

Stefán Júlíusson, 11.5.2012 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband