Hvað hefur framsóknarflokkurinn upp á að bjóða?

Framsóknarflokkurinn nær núna samkvæmt skoðunarkönnun himinhátt fylgi. Fyrir hvað? Að meina Íslendingum að komast loksins inn í kerfi sem bætti stöðu neytenda þó um muna með því að tengjast Evrópu og  gjaldmiðil sem kæmi í veg fyrir þessar sveiflur og verðbólguskot sem tröllriða heimilin hér á landi? Hvað hefur framsóknarflokkinn upp á að bjóða sem réttlætir þvílíkar uppsveiflur?  Jú, menn lofa að lækka skuldir heimilanna, lækka skatta, bæta félagsþjónustu og og og.

Hver vitur maður sér að þetta stenst ekki. Það sem ríkissjóðurinn hefur milli handa er afar takmarkað eftir hrunið 2008. Og framsóknarflokkurinn hefur ekki ennþá gert upp sína fortíð og sinn þátt í aðdraganda hrunsins. Menn eiga ekki bara að lofa upp í ermina hjá sér heldur einnig að skoða það sem gerðist síðustu árstugina á undan og sinn þátt í hvernig fór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband