13.3.2013 | 16:53
Drullupollur og dautt lífríki
Jæja, þá eru menn farnir að átta sig á því að Kárahnjúkavirkjun hefur í för með sér óafturkræf umhverfisspjöll. Lagarfljótið er orðið að dauðum drullupolli sem fiskar vilja ekki lengur vera í. Aðvararnir fræðimanna um að þetta myndi gerast voru hafðar að engu þegar þessi umdeilda framkvæmd var keyrð í gegn með offorsi. Þáverandi umhverfisráðherra, Sif Friðleifsdóttir fer líklega í sögubækur fyrir það að gera ákvörðun Skipulagsstofnarinnar ógilda til þess að þóknast sínum spillta flokki. Nú klóra menn sig í skallann og tala um mótvægisaðgerðir sem munu líklega aldrei lita dagsins ljós sökum þess að þær eru annaðhvort of dýrar eða gagnslitlar.
En munu Íslendingar læra af þessu? Ég óttast að svo sé ekki. Hér á landi er stöðuvatn með svo sérstöku lífríki að varla finnst annað eins á jörðinni. Ferðamenn koma í stórum hópum til að dást að þessum stað. En náttúran er viðkvæm og allar breytingar af manna völdum og afleiðingar af þeim þarf að athuga mjög vandlega. Mývatn, þessi náttúruparadís er verulega í hættu. Afleiðingarnar sem fyrirhuguð virkjun í Bjarnaflagi mun alls ekki hafa verið nægilega kannaðar. Ennþá erum við á rányrkjustigi, kærum okkur varla um hvað verður eftir fáein ár og "þetta reddast" er allt of ríkjandi í kollunum okkar. Stór partur landsmanna ætlar að kjósa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn sem stóðu að þessum ósköpum sem Kárahnjúkarvirkjun er. Og þessir flokkar hafa nú þegar lýst yfir að stóriðjudraumurinn muni halda áfram undir þeirra stjórn. Jafnvel Steingrímur J. gefur grænt ljós á framkvæmdirnar á Bakka með öllu virkjanarbrölti sem þeim fylgja.
Er okkur lífsins ómögulegt að læra úr mistökum?
Athugasemdir
Úrsúla, þú ert velkomin í tjadbúðir uppá hálendinu í sumar til að bera dínamit og kínverja ofan í göt sem búið er að grafa allsstaðar þar sem fækka þarfa stíflum og og öðrum ósóma. Boðið verður á á "Hálendissteik" þar sem uppistaðan er hrein og fín dýr einsog hreindýr og lax og nýveiddur nýmæli sem er fiskur úr íslenskum sjó og ekki þrisvarsinnumsjófrist ýsa úr berentspolli. Einhverjar brennur verða síðla nætur, en þá eru flestir farnir að sofa þannig að sú dagskrá verður ekki prentuð.
Velkomin
Eyjólfur Jónsson, 16.3.2013 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.