Framskólakennarar

Framskólakennarar eiga rétt á því að vera búnir að fá nóg. Laun þeirra er í engu samræmi við menntun og vinnuálag í starfi. Fróðleg eru viðbrögð menntamálaráðherrans. Ekki orð um sanngjörn hækkun kaupsins. Oh, nei, það á að "breyta kerfið" og stytta námið í framhaldsskólunum, spara einhverjar krónur með því sem - kannski - koma kennurunum einhvertíma til góða. Af því að í útlöndum ná nemendur að hespa þetta af á 3 árum. En aðstæðurnar hér eru bara ekki eins: Hér fjármagna margir framhaldsskólanemar sitt nám með sumarvinnu. Á sumrin vantar líka mikið af starfsfólki í ferðamannaþjónustu og tekst þetta vel í hendur. Unga fólkið kynnist í leiðinni atvinnulífinu og er það gott.

Illugi ætti að hugsa málin til enda í staðinn fyrir að varpa fram einhverjum hugmyndum um reddingar sem eru engum til góðs.

Ég óska ráðherranum góða skemmtun á ólympíuleikjunum. Vonandi fær hann tækifæri að mótmæla mannréttindabrotunum í Rússlandi hvernig svo sem þetta kunni að verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband