3.3.2014 | 18:45
Hvernig á að rukka ferðamenn?
Dapurlegt þykir mér hvernig komið er fyrir ferðaþjónustuna. Allt í einu eru ferðamenn orðnir of margir og allt í einu sjá einhverjir landeigendur sér tækifæri að græða stórt.
Tökum bara dæmið um Kerið. Þar var búið að gera eitthvað fyrir aðgengi fólks með bílaplan og upplýsingarskilti, ríkið borgaði. Svo datt einhverjum "landeigendum" í hug að rukka ferðamenn fyrir að sjá djásnið. Ekkert hafði breyst nema það að skúr var komið upp þar sem má borga. Jú, einhver bæklingur er í boði. En gönguleiðin upp að þeim stað sem menn geta séð yfir Kerið er jafn hættuleg þeim sem eru óörugg á fótum: Möl sem rennur undir skónum og hætta á að skrika fótum.
Nú eru menn að koma með peningaglampa í augunum og ætla að fá greidd fyrir aðgengi að okkar stórkostlega náttúru. Ferðamenn skulu taka upp budduna hvar sem þeir stoppa. Sorglegt! Hvernig ætla menn að framkvæma þetta? Hafa vakt allan sólahringinn og allt árið? Loka athyglisverðar staðir með rammgera girðingu svo að enginn sleppi inn án þess að borga? Hvað mun gæslan kosta? Hve mörgum þarf að borga að sinna slíku? Myndi það borga sig fyrir rest?
Í dag var mjög góð grein í Fréttablaðinu sem fjallar um þetta. Hans Kristjánsson ferðamálafræðingur mælir fyrir "Iceland nature tourist and safety pass" Þetta munu allir ferðamenn sem koma til landsins sækja um á netinu og greiða fyrir. Þannig er veitt þeim aðgang að áhugaverðum stöðum og fyrir utan það er eftirlitið frekar einfalt.
Þarf iðnaðarráðherra okkar ekki að lemja í borðið og drífa í að skapa heilstæða sýn á því hvernig við leysum þann vanda sem blasir við: Mikið af ferðamönnum, engar greiðslur frá þeim, engar peningar til að byggja upp og varðveita helstu ferðamannastaði, gullgrafaræði hjá landeigendum?
Athugasemdir
Mér líst ekki nógu vel á einn passa fyrir allt Ísland. Best væri að rukka inn á staðnum og láta verð fara eftir eftirspurn.
Einn passi fyrir landið gæti aukið álag á svæðin, sérstaklega áhugaverðustu svæðin, því það er búið að borga fyrir að sjá þá.
Er ekki umræðan líka svolitið farin að litast mismunandi hagsmunum innan ferðaþjónustunar sem kemur í veg fyrir ásættanlega lausn?
Stefán Júlíusson, 3.3.2014 kl. 22:59
Mér geðjast ósköp illa að sjá skúrar og girðingar um allar trissur til að geta heimtað aðgöngugjöld frá ferðamönnunum. og eiga Íslendingar ekki rétt á því að ferðast frjálst um landið sitt, búnir að borga sinn hlut í gegnum skattana? Það verður bara að nota eitthvað af þessum peningum til að hlúa að viðkvæmum stöðum.
Úrsúla Jünemann, 4.3.2014 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.