17.3.2014 | 18:38
Gjaldtaka á Geysir
Gjaldtakan á Geysir er alveg hneyksli. Menn sjá sér milljóna gróða og fara af stað án þess að dómsmálin séu útkljáð. En málið er ekki svona einfalt: Það svæði sem ferðamönnum finnst mest spennandi er í eigu ríkisins (Strokkur og fl.). Hvernig finnst mönnum stætt á því að heimta aðgangseyri á eitthvað sem þeir eiga ekki? Og hvar eru aðstöður sem réttláta að rukka fólkið? Til dæmis salerni? Á sumri þegar mest gengur á sé ég fyrir mér langar biðraðir út á veginn sem skapar hættu og leiðir til umferðateppu. Er það þetta sem við viljum bjóða upp á? Þetta mun vera mjög neikvætt í augum ferðamannsins. Ef þetta skapar fordæmi þá mun ég vera mjög miður mín að vera leiðsögumaður. Ég mun skammast mín að fylgja fólki um landið okkar með svona lagað.
Einasta og sanngjarnasta lausnin á ferðamálunum er að taka smá gjöld af öllum ferðamönnum sem koma til landsins, svonefnd styrk til
umhverfismála sem mun renna til uppbyggingu þeirra staði sem eru undir mesta álagi.
Ég skora á stjórnvöldin að standa sig loksins og taka málin föstum tökum áður en allt fer í óefni.
Einasta og sanngjarnasta lausnin á ferðamálunum er að taka smá gjöld af öllum ferðamönnum sem koma til landsins, svonefnd styrk til
umhverfismála sem mun renna til uppbyggingu þeirra staði sem eru undir mesta álagi.
Ég skora á stjórnvöldin að standa sig loksins og taka málin föstum tökum áður en allt fer í óefni.
Athugasemdir
Úrsúla Úrsúla, eins og venjulega vantar samstöðu í fólkinu sem náttúrulega er a´báðum ef ekki öllum áttum eins og þessir fuglar (menn) sem eiga að hlusta og sameina okkur í svona málum. Það er meiri alvara í þessu en bara miðar og krónur, þarna eru eins og þú bendir eignr og ekki eignir ríkisins og ekki einu sinni í svona litlum málum geta þessir fuglar(menn) ekki slegið í borðið og sagt! nú skulum við staldra við og spá í heila klabbið, Gullfoss,Dettifoss já og alla aðra fossa plus Þingvelli og telja hvað vantar mörg salerni til handa ferðamönnum úti í náttúrunni og hve mörg hundruð kílómetra af göngustígum úr timbri þarf að smíða (sópar út atvinnuleysi) og taka hvítu ómerktu Fordbíla af þessum sem eru farnir að keyra út í Kleyfarvatn með bílana fulla af útlendingum frá skemtiferðaskipum í þeim tilgangi kannski að drekkja þeim þar sem enginn er björgunar útbúnaðurinn (á myndaseríur). Það er það sem þú átt við er það ekki Úrsúla!!??
Eyjólfur Jónsson, 18.3.2014 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.