Samfylking, hvað nú?

Mér finnst smám saman mjög furðulegt að Samfylkingin getur ennþá starfað með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn og þá sérlega með forsætisráðherranum sem neitar ennþá harðlega að reka mann úr embætti sem hefur verið uppvís um mörg afglöp í sínu starfi.

Davíð talar um einhverjar fundi í sumar sem Ingibjörg kannast ekki við. Er ekki létt að komast að því hver segir hér ósatt. Eru ekki skrifaðir fundargerðir? Hvernig stendur á því að viðskiptaráðherra sem fer með bankamálin hefur ekki fengið að hitta seðlabankastjóra í heilt ár? Eru þetta eðlileg vinnubrögð, sérstaklega ef Davíð hefur vitað um að bankarnir myndu líklega fara á hausinn?

Réttið nú úr ykkur þarna í Samfylkingaflokknum. Slitið þið stjórnarsamstarfið ef Geir neitar ennþá að reka Davíð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aradia

Samfylkingin er orðin hækja Sjallaranna, rétt eins og Framsókn. það verður ekkert annað en fylgishrun út úr því. Ekki treysti ég samfylkingunni ef  þeir ætla að hanga þarna og vera hluti af þessu minnislausa liði.

Aradia, 5.12.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband