Allir glaðir?

Rúmlega 2 vikur eru til jóla. Allir eru glaðir og hlakka til. Er það?

Austurvöllurinn fylltist aftur af fólki sem mótmælti. Þó hefði maður viljað sjá fleiri. Það er okkar allra hagsmunarmál að uppræta spillingu og reka menn fyrir slæleg vinnubrögð sem komu þjóðinni á kaldan klaka. Og koma í veg fyrir að sama siðlausa gengið ris upp eins og afturgöngur og leikur sama ljóta leikinn upp á nýtt. Hrægammarnir eru nú þegar farnir að safnast í kringum eignirnar sem eftir eru og vonast til að krækja sér í vænan bita.

En margir kusu að fara frekar í jólainnkaup en í mótmæli. Þeir sem misstu vinnuna eiga örugglega góðan tíma að ráfa um í verslunum og láta sér dreyma um betra tíð. Hagkaup í Skeifunni er opið allan sólahringinn! Gaman að fara þangað kl. 5.00 eftir svefnlausa nótt með martröðum og áhyggjum. Verst að margir hafa ekki efni á því að kaupa nokkurn skapaðan hlut. En Hagkaup lánar fyrir jólainnkaupunum. Og nýtt kortatímabil byrjar. Allir glaðir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband