Jólaóskir

Merkasti dagur ársins var í gær: Sólin fer aftur að hækka á lofti. Ég var að leggja síðasta hönd á jólaundirbúningi. En skemmtilegast var að fara út á Keflavíkurflugvöllinn til að sækja strákinn okkar sem dvelur með okkur yfir jólin og aðeins lengur, þökk sé "Flugfélag allra landsmanna" sem smurði svo vel á fargjöldin sitt hvoru megin við hátíðarnar að fátækur námsmaður ákvað að skrópa fyrsta viku á nýja árinu til að geta keypt miða á þokkalegu verði.

Við fjölskyldan munu ekki taka þátt í innkaupaæði landsmanna heldur njóta þess að vera saman sem mest. Það er besta jólagjöfin finnst mér. Við munum einnig fara í kirkju og biðja guð að blessa þetta land og gefa ráðamönnum þjóðarinnar gæfu og visku til þess að taka rétta ákvarðarnir: Láta kreppuna ekki bitna á þeim sem  minnst eiga, standa vörð um velferðarkerfið og skera ekki niður í menntakerfinu.

Svo óska ég öllum landsmönnum gleðilega hátíð og farsælt komandi ár, góðan skammt af æðruleysi, bjartsýni en einnig vökul augu til að fylgjast með mikilvægum málum í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband