26.1.2009 | 10:33
Getur þú lánað mér?
Þegar ég ólst upp á eftirstríðsárunum í landi sem var lagt í rúst af valdasjúkum og veruleikafirrtum glæpamönnum þá kenndu foreldrar mínir mér að vera heiðarleg. Þeir kenndu mér að vera sparsöm og nýtin og þakklát fyrir það sem ég fékk. Frekjugangur var ekki liðinn á æskuheimilinu mínu.
Fyrstu árin mín hér á Íslandi komu mér sú gildin vel að gagni sem ég var alin upp við. Fyrir utan lán sem við tókum til að koma okkur upp húsnæði höfum við aldrei skuldað neitt. Við áttum ekki bíl og notuðum reiðhjól og strætó til nauðsynlegra ferða. Stundum varð ég vitni af því að unglingar báðu strætóbílstjórann um að "lána sér" fyrir heimferðina. Þá höfðu þeir eydd strætópeningana í sælgætiskaup eða spilakassa á meðan þau voru að bíða eftir strætó. Einu sinni neitaði bílstjórinn að "lána", því hann vildi meina að hann fengi þetta aldrei tilbaka sem rétt var. Krakkinn fékk ekki far heim heldur var skilinn eftir. Foreldrar hans voru alveg brjálaðir og fóru með þetta í fjölmiðlana. Satt að segja fannst mér að bílstjórinn hafði rétt fyrir sér. Og ungmennið hafði einnig gott af því að læra muninn á að lána og að gefa.
Mikið hefði íslenska þjóðfélagið haft gott af því að menn hefðu lært þennan mun snemma á lífsleiðinni. Kannski stæðum við þá ekki í botnlausum skít upp á háls núna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.