Sparnaður hjá Stætó?

Þeim hefur fjölgað til muna sem taka strætó, skilst mér. En það er eins og að þetta fari illa í stjórnamenn þess fyrirtækis.

Það eru 3 leiðir til þess að "rústa"almenningssamgöngurnar á höfuðborgarsvæðinu:

1. Hækka verðið á farmiðum þannig að það er ódýrara að ferðast á einkabíl, þótt maður sé bara einn í bílnum.

2. Fækka ferðunum þannig að ógerandi er að eiga ekki bíl : Fáar ferðir kvölds og helga og alls ekki ferð á sunnudögum fyrr en eftir hádegi.

3. Breyta stöðugt um áætlun og hafa það sem flóknast þannig að ekki nokkur maður getur munað hvenær strætó fer. Hafa svo bílstjórar sem kunna ekki íslensku og geta alls ekki svarað spurningunum örvæntingafullra farþega.

Ég hélt alltaf að almenningssamgöngur ættu að vera þjónustufyrirtæki sem á að draga úr umferðavandamálum og gera fólki kleift að sleppa einkabílnum. Þannig sparast stórar upphæðir í gatnagerð og -viðhald og bílastæðavandamálin minnka. En stefnan sem er núna á döfinni virka á mjög neikvæðan hátt, bæði hvað umhverfisvernd snertir og buddurnar þeirra sem eiga erfitt núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband