Gat Steingrímur gert betur?

Ég er algjörlega á móti hvalveiðum og hef áður skrifað um það. Hvalveiðar spilla fyrir okkur í útlöndum, muna mjög líklega hafa slæm áhrif á sölu afurða okkar til útlanda og einnig á ferðaþjónustuna. Eins og staðan okkar Íslendinga er í dag höfum við ekki efni á því að sýna umheiminum ljóta puttann og þykjast geta gert allt sem okkur sýnist.

En ákvörðun Steingríms J. um hvalveiðar er sennilega það besta sem hann gat gert núna. það er ekki sanngjarnt að ásaka hann fyrir að svíkja lit. VG situr í minnihlutastjórn og meirihluti á alþingi er fylgjandi hvalveiðum. Stærri partur þjóðarinnar er það líka. En reglurnar um vernduð svæði þar sem má ekki veiða hvali og um endurskoðun hvalveiðaleyfa munu gera gagn. Strax á næsta árinu mun auk þess fara fram endurmat á hvalveiðimálunum.

Eftir stendur siðlausa ákvörðun að Einars K. sem hafði þann tilgang að leggja steina í götu á næsta sjávarútvegsráðherra og tefja fyrir mikilvægustu málunum sem núverandi ríkisstjórn þarf að glíma við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var Einar Bolvíkingur að opna Sjálfstæðisflokknum mikilvægan tekjustofn með því að gefa út þessa umdeildu reglugerð um hvalveiðar? Steingrímur hefur ábyggilega ekki auðvelt með að taka á þessu máli en hann er vel sjóaður í eitruðum straumum stjórnmálanna. Kannski kemur krókur á móti bragði t.d. mætti setja það ströng skilyrði að engum dytti í hug að fara á hvalveiðar. Sjá nánar: http://www.smugan.is/smasmugan/nr/843

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.2.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband