Smábrauð en ekki risakökur

Kreppan er ekki slæm með öllu. Ég tel það vera góðar fréttir að okkur gefst kost á að stíga út úr þessum ál - vitahring. Það er auðvitað sárt eins og stendur að það verður ekkert af þessum stórframkvæmdum í Helguvík sem áttu að skaffa fjölda manns atvinnu og kemur það á versta tíma. En til lengra litið er okkur hollt að nota orkuna okkar í önnur  og arðbærara starfsemi en álbræðslur, dreifa eggin í fleiri körfur, trúa ekki á töfralausnir í samband við örfá risafyrirtæki. Við skulum einbeita okkur á því að baka smábrauð en ekki risakökur. Við nærumst nefnilega ágætlega á því.
mbl.is Álver í Helguvík í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Bíddu bara Úrsúla nú færðu fljótlega dembu af athugasemdum, t.d. þessa þreyttu: "jæja eigum við bara að tína fjallagrös". :)

Finnur Bárðarson, 20.2.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er hljótt í álversmönnum og þeim hjá Landsvirkjun. Ástæðan er sú að nú stendur rafmagnssalan í járnum enda verð á raforku tengt álverði.

Kannski eftir allt saman að meiri arður sé af fjallagrasatínslu en þessu brambolti?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.2.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: TARA

Elska smákökur... sérstaklega með súkkulaðikremi

TARA, 23.2.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband