20.3.2009 | 14:01
Gott hjá Ögmundi
Ég ætla að þakka Ögmundi fyrir að afnema dagdeildargjöldin aftur sem Guðlaugur Þór lagði á þann hóp í þjóðfélaginu sem síst á efni á auknum útgjöldum. Vonandi verður Ögmundur sem lengst í embætti heilbrigðisráðherrans. Ríkið getur sparað á öðrum sviðum heldur en á sjúku fólki. Sem dæmi má nefna varnarmálin, þar má strika hressilega út. Svo mætti leggja skatt á notkun nagladekkja sem valda gríðarlegum kostnaði í gatnaviðgerðum á hverju ári. Minnkun svifryks myndi auk þess skila sér í betra heilsu þeirra sem eru viðkvæm fyrir þennan óþvera.
Ögmundur afnemur dagdeildargjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti líka hætta að flytja inn sígarettur og spara heilbrigðiskerfinu miljóna tugi á ári hverju....annars góð grein og ég þér sammála.
TARA, 21.3.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.