Ég er enn reið!

Mér gafst fyrst í dag tækifæri að horfa á endursýndan sjónvarpsþáttinn um hrunið. Þessi þáttur ætti að vera skylda fyrir alla landsmenn að horfa á. Og gera sér grein fyrir hvernig ráðamenn í síðasta ríkisstjórn hafa farið í felur með sannleikann fram á síðasta stundu. Þarna var beinlínis logið að okkur (sumir vilja kalla þetta "hálfsannleika" en það má einnig kalla þetta réttu nafni: lygi). Þáttur Geirs Haarde í sorgarsögunni var skelfilegur. Sjaldan hefur Ísland átt eins auman og vanhæfan forsætisráðherra. Og Davíð Oddsson kemur ekki heldur vel úr þessu  ásamt sínum vinum og lærisveinum. Það kraumar reiði í mér og mun gera það áfram á meðan menn eru ekki dæmdir eftir sínum gerðum.

Hvað í ósköpunum kemur fólkinu í landinu til að styðja ennþá þennan flokk sem greinilega er höfundur að hruninu? Sjálfstæðisflokkurinn  vinnur meira að segja á í síðasta könnun. Er fólkið í landinu virkilega með slíkt gullfiskaminni, alltaf jafn ginnkeypt fyrri einhverjar fagurgala sem lofa öllu og efna engu? Bjarni Ben. lofar að ekki þurfi að hækka skattana. Hvernig ætlar hann að borga tilbaka skuldirnar sem hrönnuðust upp í þessu svonefndu "góðæri" undir stjórn flokki hans?   Með hvaða töfrabrögðum ætlar hann að vinna. Hvernig ætlar hann að taka svona bakdýramegin síðustu eignir frá litlu Gunnu og litla Jón sem hafa alltaf borgað brúsann í valdatíð sjálfstæðisflokksins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að það á að dæma Geir Hor og Ingibjörgu S fyrir vítverð afglöp í opinberu starfi.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband