Hvað skal segja?

Hvað skal maður segja um Icesave- málið? Maður gengur með hnút í maganum af reiði út af óréttlætinu sem Íslendingar þurfa að sætta sig við. Ég er viss um að við þurfum einfaldlega að sætta okkur við að semja við Breta og Hollendinga á þessum nótum. Klára það mál til að geta byrjað að byggja upp aftur. Spurning um hvort við ættum að fara í mál við Breta út af öllu tjóni sem þeir ollu hjá okkur sl. haust með setningu hryðjuverkalaga. Það væri smá réttlæti að fá dóm okkur í hag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Ég geri allt hvað ég get til að setja mig í spor útlendings sem hefur átt peninga í útlensku bankaútibúi á Íslandi.

Þar legði ég inn sparifé mitt. Peningaglæpamenn í "Útlandinu" spila rassinn úr fleiri buxum en sinna eigin og eru búnir að eyða sparifénu mínu líka.

ÉG MYNDI VILJA FÁ MITT ALLT UPP Í TOPP svo af hverju ættu þeir ekki að heimta það líka?

Ég skil líka alveg að þeir sætti sig ekki við að við hættum að borga þeim EF VIÐ VERÐUM EKKI BÚIN AÐ BORGA Á ÁKVEÐNUM TÍMA???

Mér er sem ég sæi ef ég lánaði þér t.d. 5m og segði þér að borga þegar þú fengir vinnu og eitthvað væri eftir.... en ef þú væri ekki búin að borga árið 2xxx mættirðu bara sleppa því.

Ef maður "situr í miðjunni" og skoðar báðar hliðar, hlýtur maður að skilja báða aðila.

Eygló, 21.10.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Eygló

 æææææ....."í spor útlendings"  átti að vera "í spor ÍSLENDINGS"

Eygló, 21.10.2009 kl. 00:56

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

það sem truflar mig í þessu er að eftirlitið í Bretlandi og Hollandi var alveg jafn sofandi og hér á landi. Þess vegna eru þessar þjóðir ekki alveg saklausar í Icesave- málinu.

Úrsúla Jünemann, 21.10.2009 kl. 10:29

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í Fréttablaðinu kemur fram að íslensk stjórnvöld vissu ekki síðar en í ársbyrjun 2008 að allt væri á leiðinni fjandans til. Einn af „vinum Davíðs“ ráðuneytisstjórinn selur hlutabréfin sín í Landsbankanum eftir að hafa átt í viðræðum við þennan „elskulega“ Darling.

Skyldi sá sem keypti vilja rifta þessum gerningi og endurheimta fé sitt? Það væri mjög eðlilegt. Ef þessi ráðuneytisstjóri er ekki „innherji“ þ.e. að vera í þeirri stöðu að geta fengið frá fyrstu hewndi upplýsingar um stöðu mála, þá er ekki von á neinu góðu. Þessi maður er eins og hver annar svikull og undirförull sem þykist hvergi hafa komið neins staðar nærri.

Smám saman þrengist leitin að „brennuvörgunum“ þessum ótínda siðlausa braskaralýð sem breyttu bönkunum í ræningjabæli.

Við bíðum átekta og sjáum til.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.10.2009 kl. 14:43

5 Smámynd: Eygló

Hafði þetta ekki í huga Úrsúla. Það hefur verið sofið á vaktinni víðar en á Íslandi.

Segðu mér Guðjón, var ekki Bal.Guð. einn stofnenda Kaupþings, ca. 1986?

Eygló, 21.10.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband