Skrapp - skrapp

Vorið er loksins að koma núna. Ekki er lengur ís á pollunum á morgnana, loftið er fullt af fuglasöng og hitastigið komst í tveggja stafa tölu á SV landi.

Bara ef maður þyrfti ekki lengur að heyra þetta skelfilega skrapp - skrapp hljóð þegar fólkið er ennþá að berja göturnar á nagladekkjum. Til hvers? Til að kosta þjóðfélagið hærra gjöld í viðgerð gatna? Til að bæta við loftmengun sem er virkilega nóg til af?

Er það ekki 15. april sem er síðasti dagur nagladekkja samkvæmt lögum? Mætti ekki loksins láta skussurnar taka upp budduna og borga sekt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

*roðn*, ég flokkast víst undir slugsana.  Tók nagladekkin ekki undan reiðhjólinu fyrr en 19 apríl. 

Ég er hins vegar aldrei með nagladekk undir bílnum mínum, hef hann bara á góðum heilsársdekkjum.  Og það er enginn ofurjeppi, bara venjulegur fólksbíll sem ég kemst allt á hér innanbæjar.

Það er heimild í lögum að sekta fólk ef það er á nöglum eftir 15 apríl, en ég efast um að því sé nokkurn tíma framfylgt.

Hjóla-Hrönn, 30.4.2010 kl. 11:04

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Why not?

Þetta væri dágóður tekjustofn í ríkiskassann.

Úrsúla Jünemann, 30.4.2010 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband