Koma upp úr skotgröfunum!

Gera þessir 3 einstaklingar sem kærðu kosningar til stjórnlagaþings sér grein fyrir hvað það mun kosta þjóðfélagið? Hvað það kostar okkur að geta ekki drífið í því að semja réttlát lög og afmá í staðinn eitthvað úrelt og ófullnægjandi sem á ekki lengur við? Þetta er bara skemmdaverk af mönnum sem eru innmúraðir í sjálfstæðisflokknum, vilja engar breytingar og eru hræddir um sína stöðu í þjóðfélaginu. Þessir menn voru með skrýtna stefnu þegar þeir buðu sig fram á sínum tíma, vildu helst ekki breyta neinu.

Svona menn eiga ekki að ráða ferðinni . Ríkisstjórnin á að mínu mati að skipa þessa 25 kjörna fulltrúa stjórnlagaþingsins í vinnuna. Þeir voru kosnir á lýðræðislegum forsendum, ekki er hægt að benda á kosningarsvik eða eitthvað í þeim dúr. Formgallar eru ekki stórmál, af þeim má læra. En að láta sér detta í hug að kjósa aftur með öllum kostnaði og fyrirhöfnum eða jafnvel blása stjórnlagaþingið af er auðvitað alveg út úr kú. Fyrir utan þetta er Hæstirétturinn ekki gallalaus enda skipað að mestu af einkavinum sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nú frekar undarlegt að heyra það frá þeim sem vilja nýtt og betra þjóðfélag halda því fram að vegna kostnaðar sem búið sé að eyða, megi ekki kæra þó talin er ástæða fyrir því! Að halda því fram að peningar skipti meira máli en að farið sé að lögum!!

Að ætla að kenna þeim sem kærðu em er fáráðnlegt. Ekki voru það þeir sem stóðu að kosningunni, ekki voru það þeir sem settu lögin og ekki voru það þeir sem sáu um framkvæmdina!!

Það ber að athuga það að sá kostnaður sem búið er að eyða í þetta stjórnlagaþing er af tveim þáttum. Undirbúning og framkvæmd kosningarinnar, um 200 miljónir og svo kostnaður við undirbúning þinhaldsins sjálfs, nú talin vera komin um eða yfir 300 miljónir, samtals um eða yfir 500 miljónir.

Fyrrihluti kostnaðarins, um 200 miljónir, var ekki hægt að komast hjá. Þó má segja að ef undirbúningur hefði verið betri og yfirvegun ráðið för í stað offors, hefði mátt spara þá upphæð í formi þess að framkvæmdin væri hnökralaus.

Það er ljóst að seinni hluti kostnaðarins, um 300 miljónir, hefur orðið til að mestu eftir að kærur voru lagðar fram. Þann kostnað hefði mátt spara með því einu að bíða niðurstöðu Hæstaréttar. Það var hins vegar ekki gert.

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2011 kl. 19:44

2 Smámynd: Vendetta

Stjórnlagaþingið hefur ekkiert með Sjálfstæðisflokkinn að gera. Ef Hæstiréttur hefði verið skipaður eintómun krötum og þeir hefðu ekki dæmt kosningarnar ógildar, þá hefðu þeir brotið lög. Því að dómarera eiga að dæma skv. lögum og engu öðru, heldur ekki eftir geðþótta ríkisstjórnar, sama hvaða flokkur er við völd. 

Það er engin þörf á því að breyta stjórnarskránni. Það á ekki að breyta stjórnarskrám eins og vindurinn blæs. Lögum má breyta, en stjórnarskráin á að standa óhögguð þangað til einhverjar verulegar breytingar verða í þjóðfélaginu (t.d. að lýðveldið verður lagt af, sem gerist sennilega ekki næstu 1000 árin). Það á ekki að breyta stjórnarskránni til að sölsa landið inn í ESB. Basta.

Vendetta, 27.1.2011 kl. 19:45

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að skipa þá tuttugu og fimm einstaklinga sem kosnir voru í ólöglegri kosningu er ekki kostur. Með því væri þingið að gefa dómsvaldinu langt nef. Slík afskipti löggjafans og framkvæmdavaldsins af dómsvaldinu væri í algerri andstöðu við allar hugmyndir um þrískiptingu valdssins, sem jú allir 524 frambjóðendurnir lögðu mikla áherslu á að enn frekari skil yrðu höfð á milli!

Það sem þú kallar "formgalla" og vilt gera lítið úr, eru þó þau atriði sem eftirlitsstofnun ÖSE leggur mesta áherslu á að séu haldin í lýðræðislegum kosningum. Nokkuð er ljóst að ef þeir hefðu haft eftirlit með þessum kosningum hefðu komið alvarlegar athugasemdir frá þeim um framkvæmd kosningarinnar, um einmitt öll sömu atriðin og kærð voru, auk fleiri atriða svo sem sá stutti tími sem ætlaður var til utankjörfunda.

Þá hefðu þremenningarnir ekki þurft að kæra!

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2011 kl. 19:56

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Var ekki dómsvaldið að gefa þjóðinni langt nef með því að hengja sig upp á formgöllum sem hafa ekki haft neinn áhrif á niðurstöðu kosninganna? Auk þess efast ég um það að þrískipting valdsins sé í raun og veru til staðar hér og nú.

Úrsúla Jünemann, 30.1.2011 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband