10.9.2013 | 21:44
Afsakið hlé
Ég get ekki verið meira sammála um "afraksturinn" núverandi ríkisstjórnar en Guðmundur Steingrímsson setti fram. Ekkert að gerast í öllum þeim málum sem var lofað í kosningarbaráttunni. Þjóðin var höfð að fífli. Forsætisráðherra okkar hefur að vísu alltaf eitthvað á teningunum til að komast í fréttir, en ekkert sem máli skiptir fyrir okkur hér á skerinu. Er það fréttanæmt að hann mætir í tvennum skóm sem passa ekki saman þegar hann hittir Obama? Hvað kom meira út úr þeirri hittingu? Menn eiga að reyna að vera í sviðljósinu fyrir eitthvað annað en svona. Er "gúrkutíð" í fjölmiðlunum? En nú birtir til: Fótboltalandsliðið vann. Og þá skítt með öllum stjórnmálum!
Vildi skýr svör frá ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.