2.10.2013 | 17:25
Sparnaður byrjar á vitlausum enda
Jæja, það er fyrst og fremst ríkisstjórnin sem fær riflega hækkun á útgjöldunum. 23 % vegna fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Vigga Hau þarf nú loksins að fá sinn ráðherrastól svo hún hættir að nöldra. Svo þurfa menn að fá bílstjóra á glæsibíl og helst lífvörð. Ekki að minnast á öll skrepp til útlanda - og þar er ekki gist á farfuglaheimili. Forsetinn okkar mætti sérlega draga saman seglin í þessum málum. Öll okkar nútímatækni með möguleika til samskipta milli landa án ferðalaga virðist ennþá ekki þekkt hjá okkar ráðamönnum.
í nýja fjárlagafrumvarpi glittir fyrir þó nokkrum laumulegum hækkunum til almennings. Dæmi virðisaukaskattur: Efsta þrep á að lækka (þar eru að finna margar vörur sem eru lúxus og ekki lífsnauðsýnlegar) og næsta þrepið á að hækka (þar eru matvæli, blöð, bækur, sjónvarp, hiti og rafmagn). Þannig að: Hættum að borða en kaupum okkur fjórhjól eða mótorbát!
En Bjarni Ben fagurgali vill meina "að gæta skal að því að matarkarfan hækki sem minnst". Fallega sagt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.