Gamla fólkið

Ég er nýkomin heim úr tveggja vikna ferð til Þýskalands þar sem ég heimsótti aldraða móður mína.  Hún hefur haft erfiða æsku, seinni heimstyrjöldin hafa eyðilagt bestu árin hennar. Heilsan hennar hefur verið slæm sökum skorts á næringu og læknisleysis á eftirstríðsárunum. Og svo tölum við ekki um sálrænt tjón sem fólk á stríðsárunum hefur orðið fyrir. En þessi kona var hetja. Allt sitt líf hefur hún verið heima og sinnt fjölskyldunni, unnið hörðum höndum til að geta brauðfædd okkur. Hún hefur hjúkrað foreldra sína síðustu árin sem þau lifðu og sinnt pabba mínum fram á síðasta stundin þegar hann var orðinn mjög veikur. Við áttum góða æsku þrátt fyrir að vera efnalítil, því mamman var alltaf til staðar fyrir okkur þrjú börn. Við fengum að fara í nám og læra það sem við óskuðum. Vinirnir okkar voru alltaf velkomnir á okkar heimili og einhvern veginn voru alltaf til veitingar fyrir þá.

Nú er þessi litla og duglega kona orðin hrum, minnið orðið slæmt og ellin hefur tekin sín toll. Engin af okkur systkinum getur hjúkrað hana eins og hún gerði við foreldra sína, það þurfa jú allir að vera í vinnu. Hún fær heimilishjálp, pólskar konur vinna í þessu, mjög góðar og samviskusamar konur, en þær tala litla þýsku. Systkinin reyna að skiptast á að koma í heimsókn. Mamma mín vill ekki fara á elliheimili, en hún er einsömul heima, ein í stóru húsi þar sem var einu sinni allt fullt af lífi. Hún er ekki hamingjusöm, hún er döpur. Okkar þjóðfélagsmunstur er gömlu fólki ekki hliðholt. Hvað getum við gert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur B. Jónsson

Mamma þín er hetja, það sem þú getur gert er að senda henni bréf mánáðarlega og myndir, og segja henni fréttir af þér.  Annað ekki. 

Ólafur B. Jónsson, 27.6.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Stefnan hér á Íslandi er að auðvelda fólki í lengstu lög að vera heima hjá sér, frekar en að vistast á stofnanir fyrir eldri borgara, því alltaf sé best að vera heima. En einmanaleikinn hjá sumum gæti e.t.v. minnkað á elliheimili, svo ég held að það ætti að reyna að endurhugsa búsetuúrræðin og bjóða upp á betri stofnanir, manneskjulegri stofnanir en þó með öllum þeim kostum sem stofnanir geta haft framyfir búsetu í heimahúsum. Þessi elsti þjóðfélagshópur á skilið að fá meiri umhyggju og virðingu og stærri hlut af kökunni sem fer til velferðarkerfisins.

LKS - hvunndagshetja, 29.6.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband