Hvar er nýja Ísland?

Já, nú skyldi byrja upp á nýtt, moka flórið og henda öllu út sem er spillt og siðlaust.  Svona hljómaði eftir bankahruninu sem er rúmlega ár síðan.

Hvað hefur gerst? Glæpamennirnir sem lögðu landið okkar í rúst ganga laust, iðrast engu og rífa jafnvel kjaft. Eða eru í felum, bíða bara betra tíð þangað þjóðin er búin að gleyma hver átti hvað og hvar og hvers vegna. Koma svo fram úr skotgröfunum og kaupa upp eignir þjóðarinnar fyrir slikk.

Þetta er þegar byrjað og enginn skilur neitt í þessum leikfléttum. Maður sem þóttist geta setið upp í tölvunni öll tengsl fjárglæframanna sem myndi varpa ljós á hver er sekur og hver ekki var stoppaður af. Er landið okkar virkilega eitt fúafen þar sem ótrúlega margir eru flæktir í fjármálamisferli? Eru svo margir hræddir að sannleikurinn má ekki lita dagsins ljós?

Og nú til þess að kóróna allt er aðalhöfundur frjálshyggjunnar og einkavinavæðingar orðinn ritstjóri í virtasta dagblaði á landinu! Og til að gera enn verra þá eru samkvæmt könnun á vísir.is ( hversu áreiðanleg svona könnun nú er) yfir 30 % ánægðir með Davíð sem ritstjóri.

Er þjóðinni bjargandi? Ef einhver sómatilfinning býr í fólkinu þá segir sem flestir upp Moggann - núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. 

Hér kemur inn fólk inn á bloggið sem vill refsa saklausum starfólki í MBl með því að segja upp MBl og óska þess að MBl verði lagt niður og að það starfsfólk sem en starfar hjá MBL missi líka vinnuna ég skil ekki svona hatur á starfsfólk, skil ekki svona ósóman lágt er lagst í lágkúruna,  hvað er það sem starfsfólk MBL hefur gert af sér til að verskulda þetta hatur eru Íslendinga að verða að Nasistum eða sumir bloggara, bið bar fólk að róa sig nið og hugsa máli og leita að því góða í manninum hatur leiðir af hatur. Á að hata náungan vegna þess að það kemur nýr ritstjóri á MBL á hvaða þroska stigi er fólk ef þú fylgir mér ekki að máli þá er hatur og hatur.

Goðar stundir.

Kv, Sigurjón Vigfússon

        

Rauða Ljónið, 25.9.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Sigurður Þ Þórðarson

Það væri nær að fólk færi niður á Austurvöll og heimtaði nýjar kosningar til alþingis.  Þar liggur hundurinn grafinn.

Sigurður Þ Þórðarson, 25.9.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband