11.4.2014 | 17:35
Framlög frá ferðamönnum
Er það virkilega svo erfitt að fylgja eftir lögum og reglum? Fá menn sem eru nógu ósvifnir, frekir og gráðugir alltaf að hafa sitt fram? Gjaldtaka á vinsælum ferðamannastöðum brýtur í bága við lög um almannarétti, að menn mega fara um landið sitt óáreittir. Mér finnst að stjórnvöldin standa sig engan veginn í því að stoppa svona lögleysu eins og á sér stað við gjaldtöku á Geysi og við Kerið.
Útlenskum ferðamönnum hefur þótt hingað til að íslendingar eru elskulegir og gestrisnir. Þetta viðhorf mun breytast hratt þegar reistir verða rukkunarkofar út um allar trissur og hver og einn "landeigandi"má gjaldleggja eftir vild. Sorgleg þróun sem við munum ekki hafa hagnað af til langtíma.
Komugjald ferðamanna væri langbesti kosturinn. Allir munu skilja smá framlag í að vernda viðkvæma náttúru landsins og bæta aðgengi að henni. Það þarf bara að vera á hreinu að þessar peningar skili sér á rétta staði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2014 | 21:58
Hvar er forsætisráðherra?
Lítið heyrist í SDG. Hvar er maðurinn sem ætlaði að sóla sig í frægð út af stórkostlegustu aðgerðir í íslandssögunni? Þeir sem skulda mest munu ekki fá mikið út úr einni milljón. Það dugar kannski til að kaupa sér eitthvað dót eða fjármagna yfirdrifin stór fermingarveislu. Eða að geta loksins fara á hárgæslustofu og láta lita á sér hárið. Eða panta sér pitsu svona af og til.
En við hin sem kunna sér hóf og höfum borgað okkar skuldir eða þau sem eiga ekkert og reyna að klóra í bakkann til að hafa fæði og leiguhúsnæði eru ekki með í dæminu. Ekki heldur þeir sem tóku námslán. Við munum borga bæði með okkar sköttum og með auknum álögum á félagsþjónustunni fyrir "uppreisn millistéttarinnar"
Klöppum fyrir SDG, algjör snilld!
p.s. Hvað varð um hrægammarnir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2014 | 17:21
Blessaða þrjóskan
Ennþá berjast Íslendingar höfuð við stein og ætla að halda áfram hvalveiðum, hvað það mun kosta skiptir engu. Og menn spara ekki stóru orðin í garð þeirra "svonefndu umhverfissinna" og kalla þá hryðjuverkamenn. Það er ekkert annað.
Hvalveiðar virðist ekki skila neinum hagnaði en skemma fyrir ferðaþjónustu og leggja stein í götu fyrir sölu okkar afurða til útlanda. Víðar í heiminum eru neytendur nefnilega komnir lengra en hér og velja hvaða vörur þeir vilja kaupa, frá hvaða landi og spyrja um framleiðslu þeirra.
Hvernig væri nú að menn hættu þessa gengdalausri þrjósku og sýna smá skynsemi? Ísland er bara lítil eyja með fámennri þjóð. Við getum ekki gert það sem okkur sýnist á alþjóðavettvangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2014 | 21:50
Hvar er forsætisráðherra?
Já, hvar er forsætisráðherra? Hann lætur ekki sjá sig á þingi, er ekki til taks að svara þar fyrirspurnum. Hann er ekki að vinna vinnuna sína - kannski nema að spóka sig í útlöndum. Ég leg til að við rekum hann. Hann er í vinnunni hjá okkur, þjóðinni. Og við viljum að menn vinna af heillindum fyrir okkur.
Gæti verið að hann sé alvarlega veikur? Þá ætti hann einnig að stíga til hliðar og leyfa hraustum mönnum að taka við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2014 | 18:38
Gjaldtaka á Geysir
Einasta og sanngjarnasta lausnin á ferðamálunum er að taka smá gjöld af öllum ferðamönnum sem koma til landsins, svonefnd styrk til
umhverfismála sem mun renna til uppbyggingu þeirra staði sem eru undir mesta álagi.
Ég skora á stjórnvöldin að standa sig loksins og taka málin föstum tökum áður en allt fer í óefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2014 | 17:02
Bardaga- "íþrótt"
Margir geta fengið sér útrás í íþróttum þegar umframorkan er að segja til sín. Íþróttir geta gefið margt: Félagsskap, aga, heilbrigðan líkama (þó ekki alltaf) og svo má lengi telja. Sjálf hef ég stundað íþróttir lengi og kannski af meira kappi en var gott fyrir skrokkinn. Í keppnisíþróttum er markmið að sigra andstæðinginn. Þar er keppt eftir ákveðnum reglum og dómarar reyna eftir bestu getu að passa upp á að allir fylgja þessum reglum. En ég þekki enga íþrótt sem hefur það að markmið að meiða andstæðinginn og"ganga frá honum". Þarna greinir á milli íþrótt og - já viðbjóðslegri - skemmtun.
Brauð og leikir voru í boði í gamla Rómarveldinu. Þar gat almúginn skemmt sér við að sjá menn drepa hvorn annan í hringleikjahúsum. Óhæfir stjórnarmenn böðuðu sig í ljómanum að leyfa pöblinum að vera með í þessum stórkostlegum sýningum.
Gunnar Nelsson valdi sér að hafa lífsviðurværið sitt á þennan hátt. Það er ekki margt um það að segja að hann kaus það að vera barinn og berja aðra fyrir fúlga fjár. That´s show business.
En ég sett stórt spurningarmerki við að við gerum hann að þjóðarhetju. Nú þegar eru krakkar í grunnskólanum þar sem ég kenni að æfa "bardagalist" með því að vera Gunnar Nelsson og kýla hvorn annan og lemja.
Við þurfum ekki að kynda undir ofbeldi, nóg er til af því í heiminum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2014 | 18:45
Hvernig á að rukka ferðamenn?
Dapurlegt þykir mér hvernig komið er fyrir ferðaþjónustuna. Allt í einu eru ferðamenn orðnir of margir og allt í einu sjá einhverjir landeigendur sér tækifæri að græða stórt.
Tökum bara dæmið um Kerið. Þar var búið að gera eitthvað fyrir aðgengi fólks með bílaplan og upplýsingarskilti, ríkið borgaði. Svo datt einhverjum "landeigendum" í hug að rukka ferðamenn fyrir að sjá djásnið. Ekkert hafði breyst nema það að skúr var komið upp þar sem má borga. Jú, einhver bæklingur er í boði. En gönguleiðin upp að þeim stað sem menn geta séð yfir Kerið er jafn hættuleg þeim sem eru óörugg á fótum: Möl sem rennur undir skónum og hætta á að skrika fótum.
Nú eru menn að koma með peningaglampa í augunum og ætla að fá greidd fyrir aðgengi að okkar stórkostlega náttúru. Ferðamenn skulu taka upp budduna hvar sem þeir stoppa. Sorglegt! Hvernig ætla menn að framkvæma þetta? Hafa vakt allan sólahringinn og allt árið? Loka athyglisverðar staðir með rammgera girðingu svo að enginn sleppi inn án þess að borga? Hvað mun gæslan kosta? Hve mörgum þarf að borga að sinna slíku? Myndi það borga sig fyrir rest?
Í dag var mjög góð grein í Fréttablaðinu sem fjallar um þetta. Hans Kristjánsson ferðamálafræðingur mælir fyrir "Iceland nature tourist and safety pass" Þetta munu allir ferðamenn sem koma til landsins sækja um á netinu og greiða fyrir. Þannig er veitt þeim aðgang að áhugaverðum stöðum og fyrir utan það er eftirlitið frekar einfalt.
Þarf iðnaðarráðherra okkar ekki að lemja í borðið og drífa í að skapa heilstæða sýn á því hvernig við leysum þann vanda sem blasir við: Mikið af ferðamönnum, engar greiðslur frá þeim, engar peningar til að byggja upp og varðveita helstu ferðamannastaði, gullgrafaræði hjá landeigendum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2014 | 21:28
Mótmæli:The hammer song
If I Had A... Hammer
(Pete Seeger / Lee Hays)
If I had a hammer I'd hammer in the morning
I'd hammer in the evening all over this land
I'd hammer out danger, I'd hammer out warning
I'd hammer out love between my brothers and my sisters
All over this land
If I had a bell I'd ring it in the morning
I'd ring it in the evening all over this land
I'd ring our danger, I'd ring out warning
I'd ring out love between my brothers and my sisters
All over this land
If I had a song I'd sing it in the morning
I'd sing it in the evening all over this land
I'd sing out danger, I'd sing out warning
I'd sing out love between my sisters and my brothers
All over this land
When I've got a hammer, and I've got a bell
And I've got a song to sing all over this land
It's a hammer of justice, it's a bell of freedom
It's a song about love between my brothers and my sisters
All over this land
(as sung by Peter Paul & Mary)
It´s the hammer of justice!
Ég hafði gaman að spila í fjölmennasta slagverkshljómsveitinni á Íslandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2014 | 16:10
Þið eru í vinnu hjá okkur!
Halda þeir sem hafa sig sem mest fram í ríkisstjórninni virkilega að með því að þeir urðu kosnir sl. vor hefði það verið eins konar "þjóðaratkvæðagreiðsla"? Að mönnunum leyfðist núna í 4 ár að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist, án þess að spyrja kóng né prest? Þannig virðast þeir sem sitja í brúnni hugsa. Mótmæli fleiri þúsund manns - og það á vinnutíma venjulegs fólks - , mótmælaundirskriftir sem eru komin yfir 20.000 á stuttum tíma, skiptir það engu máli?
Hvar er lýðræðið, hvar er vilji fólks í landinu? Eru þessir menn ekki í vinnunni hjá okkur? Greiðum við þeim ekki kaup með okkar skattpeningunum? Þá verða þeir að taka ákvarðarnir sem eru þjóðinni fyrir bestu en ekki einungis ákvarðarnir sem eru útvöldum gæðingum í hag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2014 | 17:52
Að fimm árum liðnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)