Af stað til Eyjar!

Nú kemur að því að fjöldi blak- íþróttamanna leggur af stað í árlega Íslandsmeistarakeppni öldunga (30+). Búast er við að mörg hundrað manns mæta og keppa í 3 daga í mörgum styrkleikaflokkum. Þetta er sennilega stærsta fullorðins- íþróttamót ársins. Á þessu ári verður keppt í Vestmannaeyjum. Skyldi leiðin frá Landeyjarhöfninni vera fær eða siglir Herjólf frá Þorlákshöfn? Ég væri jafnvel frekar fyrir langa sjóferð enda mjög gaman að vera á skipi.

Væri ekki tími kominn að fréttir af þessu móti rötuðu í fjölmiðlar? Það eru jú til íþróttir fyrir utan fótbolta.


Ekki verkfall, please!

Ef þjóð hefur nokkurn tíma ekki átt efni á verkföllum þá erum við það núna. Þetta verkfallsvesen er úrelt fyrirbæri sem skilur engu og sérlega ekki til þeirra sem ættu helst að njóta góðs af því.

Ég hef farið tvisvar í verkfall sem kennari. Þetta gerði ekkert gagn, við sömdum um aðeins hærra kaup gegn aukið vinnuframlag. Síðasta verkfallið var langt og strangt, við töpuðum margra vikna tekjur. Og svo var sparkað í okkur ofan frá og við drösluðumst í vinnuna aftur án þess að fá eitthvað út úr þessu.

Ferðaþjónustan er eitt mesta fjöregg í íslensku atvinnulífinu og fer stöðugt vaxandi. Með því að fara í eitthvað verkfallsrugl munum við eyðileggja meira fyrir þessa atvinnugrein en Eyjafjallajökli hefði nokkurn tíma tekist.

 


Komin heim frá þýskalandi

Heitt var það úti í Þýskalandi um páskana. það hljómar örugglega sérkennilegt, en mér fannst jafnvel stundum of heitt í Rínardalnum, allavega of heitt til að fara í langar gönguferðir. Það var ekki komið  vor, heldur sumar. Allt orðið grænt, ávaxtatrén flest búin að blómstra. Gulir repju- akrar settu skemmtilegan lit á landslagið. það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikið er lagt núna á þrifalegt umhverfinu í gamla heimalandinu mínu, ekkert rusl og drasl út um allt eins og hér heima eftir veturinn. Virkilega gaman að vera þarna í nokkra daga.

Icesave, enn og aftur

Er íslenski þjóðin að láta gabbast aftur og aftur? iCESAVE- SKULDIRNAR ERU EINUNGIS LÍTIÐ BROT AF ÞEIM SKULDUM SEM VIÐ ERUM NÚ ÞEGAR MEÐ Á HERÐUNUM. Og munum borga hvort okkur líður betur eða verr. Og erum byrjuð að borga hvort okkur líkar eða ekki. Hvað hefur til dæmis rugl í D.O. fyrrverandi seðlabankastjóri kostað þjóðinni? Hversu há eru skuldir sem t. d. Milestone skilur eftir sér? Ekki mun Karl Wernersson borga þær. Hver þá? Við ERUM AÐ BORGA SKULDIR ÓREIÐUMANNA!

Í sambandi við Icesave þá er aðalspurningin að koma sem best frá þessu, endurheimta sem mest úr þrotabú Landsbankans. ÞAð á ekki að draga þetta lengur. Þrátt fyrir að viss öfl bíða glaðhlakkalega eftir því að koma núverandi ríkisstjórn frá.


Ókeypis í sturtu

Í dag gekk á með mjög blautum skúrum og göturnar í Reykjavík og víðar fylltust af pollum og lækjum. "Skemmtilegar" afleiðingar af því að landsmenn geta enn ekki hugsað sér að sleppa nagladekkin. Og það þrátt fyrir að þau koma einungis að gagni örfáa daga á árinu.

Gangandi og hjólandi vegfarendur fengu að finna fyrir því. Það eru nefnilega helst þeir sem spæna upp göturnar með nagladekkin sem bruna svo í gegnum pollana og hjólförin fullu af vatni. Og þeir sem eru á vistvænum nótum fá að fara ókeypis í sturtu.


Misnotkun Ísland- nafnsins

Jæja, Iceland pet  fóður er þá framleitt á Hollandi. Maður keypti þetta í góðri trú um að sé íslenskt gæðafóður, en annað kom á daginn. Má hver sem er nota Ísland- nafnið? Nú standa deilur um hvort hægt er að banna þessar vörur. Skaðlega efnið í því er ekki leyft segja sumir. En aðrir segja að fyrst þetta sé ekki bannað þá sé það örugglega leyfilegt. Skemmtilegt mál að þræta um fyrir lögfræðingana.


Enn og aftur á að leggja steina í götu hjólreiðamanna

Hvernig var það með að efla vistvæna samgöngur? Ekki verður það gert með því að skylda hjólreiðafólk að nota einhvern ákveðinn búnað eins og hjálmar og endurskinsvesti. Bókandi að þeir unglingar sem gætu hugsa sér að hjóla hætta því alveg. Gagn hjálma er mjög umdeilt. Og hvað svo með öðrum vegfarendum? Eiga allir sem eru gangandi að nota einhverja brynju vegna þess að kærulausir ökumenn klessa á þá?

Ég nota hjólreiðarstiga þar sem þeir eru góðir og gagnlegir og ég kemst jafn fljótt eins og að nota göturnar, enda nota ég hjólið sem samgöngutæki. Blandaðir stigar þar sem maður mætir gangandi fólk með börn, barnavagna og hunda í bandi eru ekki mjög spennandi. Og einhverjar krókaleiðir tek ég ekki í mál.

Reiðhjól er viðurkennt faratæki - auk þess að vera leiktæki og tómstundagaman - sem er líka skemmtilegt. Ekki leggja stein í götu þeirra sem vilja sleppa einkabílnum og nota hjól í staðinn!


mbl.is Á móti skyldunotkun á stígum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álver í Helguvík: Blindgata

Spurning er hversu langt menn ganga í fífldirfsku. Það er sorglegt hversu lengi hefur verið að draga fólkið á asnaeyrunum, bæði á Suðurnesjum og á Norðausturlandi. Maður þekkir þann söng: Nú er búið að fjárfesta svo mikið, nú getum við ekki bakkað. En það er enn ósvarað mjög áriðandi spurningu: Hvaðan á orkan að koma fyrir 2 risaálver? Álverskórinn skautar yfir þessari spurningu eins og þeim einum er lagið? Höfum við ekkert lært ennþá? Stóriðjan hefur ekki einungis haft jákvæð áhrif. Þenslan í sambandi við Kárahnjúkavirkjunin gerði menn blinda og gráðuga. Lítil fyrirtæki sem skapa hvað mest af atvinnu höfðu ekki gott af þessu brjálæði. Hvað kostar hvert starf í álver?
mbl.is 20-30 milljarðar liggja í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi í mengunarmálum

Við sem selja okkar land til ferðamanna enn sem "hreint og óspillt land"(!) erum ekki mjög vakandi gagnvart mengunarmálum. Sorpbrennslustöðvar spúa díoxínmengað loft yfir nálægðar byggðir og gera það enn. Sumir vilja jafnvel meina að allt sé í lagi að börn sæki skóla sem er beint við sorpbrennslustöð, mengunin kæmi ekki niður rétt hjá strompnum.

Nú kemur upp á yfirborðið að Becromal- verksmiðjan á Krossanesi dælir vítísóda- mengað vatn beint í fjörðinn og hefur gert það óárætt í 2 ár. Er það vegna þess að þetta fyrirtæki skapar eitthvað um 100 störf? Leyfist því þá að gera allt? Auk þess eru starfsmenn þarna á staðnum alls ekki ánægðir með  störfin sín og ætla að fara í verkfall.

Ég spyr: Eigum við virkilega að leyfa stórfyrirtækjum allt, bara vegna þess að einhver störf verða til, jafnvel einungis tímabundið? Ég ætla alls ekki að gera lítið úr atvinnuleysinu. En ekki eigum við að selja okkur svona ódýrt. Við verðum að standa betur vörð um okkar fallega land, auðlindirnar og verðmætin sem eru því miður viðkvæm og fljótt að skemmast.


Reglur um kattahald

Hvað má maður eiga mörg dýr? Hversu margir hundar, kettir, páfagaukar, hestar, kanínur o.fl. mega vera á heimilinu? Á Akureyri var ákveðið að enginn má eiga fleiri en 3 ketti. Hvers vegna þessi tala og hvers vegna eru einungis settar reglur um þessi dýrategund? Hvort dýrunum sé almennilega sinnt, fer það ekki eftir stærð  húsnæðis og tímanum sem eigandinn tekur sig til að annast ferfætlingana? Hvað mælir á móti að maður á eftirlaunum sem á stórt hús og mikinn tíma vill eiga 10 ketti? Það ætti hins vegar að fetta fingur út í að hundur sé bundinn úti í öllum veðrum allan daginn, sem gerist því miður allt of oft. Hvað má maður eiga marga hesta? Er til fólk sem veit ekki hesta sína tal og sinnir þeim ekki? Er til fólk sem á ekki hús undir hrossin sín? Er til fólk sem er með hestana sína úti allan ársins hring í öllum veðrum og án fóðurgjafa? Væri ekki nær að takmarka dýrahald á svona stöðum?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband