7.11.2008 | 11:43
Verðhækkun
Nú dynja yfir okkur verðhækkunar sem eru gríðarlegar og fyrirséð er að toppurinn er alls ekki náður í þeim málum. Og hvað gerir landinn? Hann rýkur af stað og kaupir og kaupir, hamstrar vörur eins og heimsendi sé að nálgast. Sumir hafa að vísu uppgötvað að það er einnig hægt að draga úr neyðslu. Það finnst mér bara jákvæður punktur í kreppunni. Spennandi verður að fylgjast með jólahaldinu í ár. Ætli það sé hægt að halda notaleg og skemmtileg jól án allra þessa kaup- og gjafaæði? Ég er fullviss um þetta, í minni fjölskyldu höfum við ekki gefið jólagjafir síðan börnin eru orðin stór. Það hefur ekki dregið úr hátíðlegri jólahátíð, finnst mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 14:56
Þetta er full gróft
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 15:38
Spillta landið
Okkur hefur ekki bara tekist að spilla mjög falleg landsvæði hér á landi með græðgibrölti og látum.
Okkar þjóðfélag er mjög spillt og allstaðar koma upp mál núna sem eru alveg ótrúleg. Að gleyma öllu og byrja upp á nýtt, þetta er bara ekki svona einfalt. Ef við förum í einhvern Póliönnu - leik og erum bara sæt og góð þá mun sama spillta gengið risa upp og taka sér stöðu aftur í kringum kjötkatlana.
Verst er að maður sér ekki alveg fyrir sér hvernig rannsókn á öllum þessum varasömum viðskiptamálunum ætti að fara fram. Helst er ég á því að óháðir erlendir aðilar ættu að fara ofan í saumana á þessu. Frænda- og vinatengslin mynda bara allt of þétt ofið net hér á landi.
"Eine Kraehe hackt der anderen kein Auge aus", segja þjóðverjar. (Ein kráka goggar ekki í augu á annarri)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2008 | 16:26
Komin heim
Eftir að hafa verið í rúma viku í Þýskalandi á gömlum heimaslóðum er ég komin heim til að takast á við veruleikann hér á Íslandi. Mér þótti verst að hafa misst af mótmælinu sl. laugardag. Við megum ekki gleyma of fljótt, ekki hætta að vera reiðir þangað til að það hefur tekist að koma sökudólgunum frá völdunum.
Í Þýskalandi er auðvitað líka mikið talað um kreppuástandið en þar verður tekið á allt annan hátt á málunum. Þar er ekki heldur hikað við að láta menn segja af sér sem urðu uppvísir um alvarleg afglöp í sínu starfi.
Við hjónin gerðu okkur skemmtileg ferð til háskólaborgarinnar Karlsruhe til að heimsækja soninn okkar. Þetta er mjög sérstakur og fallegur staður og margt að skoða. Mjög athyglisvert fannst okkur hvernig tekið er á umferðamálunum þarna. Í miðbænum er mjög lítið umferð, einfaldlega vegna þess að bílandi fólkinu er gert erfitt fyrir. Þarna er stórt svæði skilgreint sem göngugötur, bara sporvagninn fær að fara þar um ásamt hjólandi fólki. þarna er bara ekki gaman að vera á bíl, en þess skemmtilegra er mannlífið á þessum slóðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2008 | 15:20
Farin
Nú nenni ég þessu ekki lengur. Ég er farin í vikufrí til Þýskalands að heimsækja vinir og ættingjar. Athuga hvernig kreppan fer með þjóðverjana.
Ég sendi öllum mínum bloggvinum knús og óska góðs gengis þrátt fyrir allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2008 | 15:10
Birgir Ármannsson og fjárglæframennirnir
Ég á ekki orð: Birgir Ármannsson er á móti því að það á að frysta eignir þeirra manna sem komu íslenska þjóðina í þrot.
Almenningurinn á Íslandi veit ekki hvað snýr upp né niður í öllu þessi rugli sem þessir menn eiga sök á. Við og börnin og barnabörnin okkar eru stórskuldugir allt í einu þótt sumir hafa aldrei tekið lán einu sinni. Þetta þykist hjá þessum herramönnum bara óheppni eða ófyrirsjáanleg peningaþróun.
En þessir fjárglæframenn eiga að sleppa algjörlega, eiga ekki að taka ábyrgð á neinu. Seðlabankastjórnin á líka að sleppa, Geir Haarde þrjóskist ennþá við að segja bankastjórnendum upp. Er ekki takmark fyrir siðblindu í Framsókn- og Sjálfstæðisflokknum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2008 | 16:26
Björk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2008 | 22:13
Frábært, Sigurður Kári!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2008 | 18:46
Að byggja upp traust
Við Íslendingar þurfum að byggja upp traust núna. Allir eru sammála um þetta og þessi setning er á vörum allra. Undanfarin ár hafa lélegir stjórnendur ollið því að við lentum í alvarlegu skipbroti í fjármálum. Sjálfstæðisflokkurinn með sínar hugmyndir um óheft frelsi í peningamálum hefur átt stóran þátt í því hvernig fór. Ekki var hlustað á aðvörunarorð sérfræðinga heldur óðu menn áfram, einkavæddu bankana án þess að sinna nauðsýnlegu eftirliti. Útrásarvíkingar svonefndu léku sér með okkar peninga í dæmalausri græðgi. Fram á síðasta stundu voru menn í afneitun um það hvert stefndi, biðu bara og gerðu ekkert til að bjarga því sem var hægt að bjarga.
Á laugardaginn 18. 10. var blásið til mótmæla með frekar stuttu fyrirvara. Fleiri hundruð manns mættu og heimtuðu afsögn Davíðs sem seðlabankastjóra. Það er einmitt þetta sem við þurfum að gera: Mótmæla að þessir menn sem keyrðu okkur í gjaldþrot sitja áfram eins og ekkert hafi gerst. Mótmæla og fá erlendar fréttir að birta þetta um allan heim. Sýna að okkur er ekki sama. Sýna að við samþykjum ekki vinnubrögð þessara manna. Davíð Oddson er fyrstur sem verður að segja af sér. Á eftir munu fleiri fylgja. Kannski fjármálaráðherra? Kannski forsætisráðherra sem neitar enn að reka Davíð?
Hvernig hugsum við um þjóðir sem eru með gjörspillta menn í ráðandi stöðum? Við myndum ekki treysta þeim og við myndum fara varlega í samskiptum. Einmitt þetta upplifum við núna.
Til að byggja upp traust verðum við að losa okkur við spillta menn sem bera sök á því hvernig fór.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 11:37
Mótmælum öll
Það sem mér finnst verst við allar ógöngur sem íslenska þjóðin hefur komið sér í er að álit aðrar á okkur sem þjóð er orðið frekar neikvætt. Annaðhvort erum við samviskulausir ævintýramenn í peningamálum eða það er að vorkenna okkur. Bæði er vont. Í vorkunnsemina felst ekki neina virðingu.
Við sem þjóð þurfum að sýna út á við að við samþykkjum ekki lengur að vera undir stjórn þeirra manna sem klúðruðu fjármálum svo rækilega. Mótmælum og gefum ekki eftir fyrr en sökudólgarnir eru búnir að fara úr sínum feitum embættum. Rekum þá, láta þá axla ábyrgð á sínum gerðum.
Krefjumst einnig að menn koma með þeim milljörðum heim sem þeir stálu frá okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)