16.10.2008 | 16:23
Húrra fyrir symphóníuhljómsveit Íslands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 14:29
Erfitt að vera íslendingur
Eftir síðari heimstyrjöldinni var mjög erfitt að vera þjóðverji. Allstaðar í útlöndum átti maður von á leiðinlegum athugasemdum og ljótum kveðjum. Mér var ekki sama því ég átti enga sök á þeim hryllingi sem átti sér stað í "þriðja ríkinu", var ekki einu sinni fædd þá.
Nú er ég orðin íslensk, búin að vera búsett lengi í þessu fallega og friðsæla landi. Aldrei átti ég von á að lenda aftur í því að vera litað hornaugu fyrir þjóðerni sinni. Ég er mjög sár fyrir hönd sonar míns sem flutti út til Þýskalands í nám á þessum alverstu tíma. Ekki nóg með að hann getur ekki tekið út peningar úr sparibókinni sinni hér heima. Nei, það gerðist verra en þetta: Eftir mikla leit að íbúð fékk hann herbergi í sambýli og var mjög ánægður með það. En Adam var ekki lengi í paradís. Eigandinn íbúðarinnar sem er á Bretlandi staddur frétti af því að Íslendingur væri að flytja inn og rak hann út samstundis. Það er ekki létt að vera íslendingur í útlöndum núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 14:22
Að snúa bökum saman
Að snúa bökum saman: Þessi setning hefur maður heyrt og lesið oft í síðustu viku. Auðvitað munum við gera það nema við flýjum land. Við höfum ekki aðra kosta völ en að vera duglegir og vinna okkur upp úr lægðinni sem vitlausa efnahagsstefnan hér hefur komið okkur í.
En þegar menn snúa bökum saman þá horfa þeir ekki niður á tærnar hjá sér og neita að sjá vandann. Þá einmitt horfa þeir í kringum sig og reyna að skilja hvaðan hættan kemur og hvernig hægt er að varast. Við verðum einmitt að horfa tilbaka til að sjá helstu orsökin af því sem gerðist til þess að læra og gera betur í framtíðinni. Það er rangt að horfa bara fram á við. Það verður að finna sökudólgana og gera þá skaðlausir. Það verður að breyta reglur og lög þannig að svona menn risa ekki upp eftir nokkur ár og haga sér alveg eins, treystandi á gullfiskaminni þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 16:55
Eitthvað er jákvætt í öllu
Auðvitað getur maður fundið eitthvað gott í öllu þegar maður leitar nógu lengi. Ég er búin að leita alla síðasta viku og nú loksins hef ég fundið eitthvað gott í þessu efnahagskatastrófu sem hefur skollið á okkur:
Kannski mun það ekki vera svo erfitt næstu árin að manna skólana, leikskólana, elliheimilin og sjúkrahúsin. Kannski mun streyma inn fullt af góðu fólki í umönnunarstörfin þegar þjóðin hefur loksins uppgötvað að peningar skiptir ekki öllu máli. Þá mun það kannski verið metið hærra að sinna börnunum okkar, annast veiku og gömlu fólki heldur en að passa peningarnir í bönkunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 20:17
Taka þá og rassskella
Hvað er að ráðleggja okkur aumingjunum núna? "Snúa bökum saman". "Gleyma það sem var og horfa fram á við". "Sýna æðruleysi og snúa sér að þeim verðmætum sem máli skipta", osf. Lengi hef ég skrifað um peningagræðgi, neyslufíkn og efnishyggju. Ég hef verið sparsöm og nýtin, aldrei verið skuldug en hef gert þau mistök að spara og leggja til hlíðar fyrir efri árin. En það voru til uþb. 20 manns sem stjórnuðu ekki græðginni sínu. Þjóðin dáðist að þeim og hvað þeim tókst að mala gull .Þeim tókst á örfáum árum að setja allt í rúst hérna heima, ganga frá öllu því verðmæti sem við sköpuðum með heiðarlegri vinnu okkar. Þessi menn fengu reyndar byr undir bæði vængi frá stjórnvöldunum (sjálfstæðisflokknum) sem dásömuðust að hugmyndum frjálshyggjunnar.
Svo fáum við semsagt huggunarorð á þann hátt að nú skulum við bara byrja upp á nýtt og gleyma öllu sem hefur verið. En ég vil taka þessa "útrásarvíkinga", setja þá í búr á Austurvöll og sleppa þeim ekki áður en þeir eru búnir að borga íslensku þjóðinni tjónið sem þeir ollu.
Ég er reið og ég er ekki til að gleyma!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 15:25
Svartur húmor
Það er alls konar svartur húmor í gangi í kringum íslenska efnahagsundrið. Ég er ekki mjög hrifin af því að grínast mikið með þessu alvarlegu mál. Samt fékk ég sent einn góðan í dag
Bandaríkjamaður og Íslendingur voru að metast um það hvaða þjóð ætti merkilega menn í sínum röðum.
Bandaríkjamaðurinn sagði:"We have George Bush, we have Steve Wonder, Bob Hope, Jonny Cash"
Íslendingurinn sagði:"We have Geir Haarde, but we have no wonder, no hope, no cash"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 15:55
Farinn í nám erlendis
Sonurinn er að fara til Þýskalands á morgun til að hefja þar nám í háskóla. Ekki gat hann valið sér verri tímasetningu á þessu. Hann var búinn að vinna og spara og var reglusamur, gerði ráð fyrir svona nokkurn meginn hvað hann þyrfti næstu 2 árin. Þetta var vel planað hjá honum enda á hann þýska mömmu sem er frekar útsjónarsöm.
Enn því miður býr hann á Íslandi þar sem menn láta allt "rúlla" og vona að það reddast, einnig ráðamenn þjóðarinnar. Þeir vöknuðu af þyrnirósarsvefni í síðasta viku. En nú reddast ekki neitt. Strákurinn varð að ná sér í evrur og skipti í gær á 180 (!) krónur fyrir eina evru í banka og var samt heppinn að fá evrur yfirleitt. Hann keypti sér einnig fartölvu hér því að það var útséð að hann gæti það ekki í útlöndum fyrir sína sparipeningar núna. Fólkið getur þar ekki einu sinni tekið út á íslenskan reikning. Fartölvan var auðvitað búin að hækka mikið.
Hvers á reglusamt ungt fólk sem vinnur vinnuna sína að gjalda? Er hægt að ná í þessa menn sem settu allt á hausinn og fóru með hagnaðinn út úr landi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 18:27
Hver á að hengja bjölluna á köttinn?
Það hefur ekki komið annað að í umræðunum á síðkastið en efnahagsmálin. Í dag hittust allir helstu menn þjóðarinnar til að ræða vandamálin sem blasa við. Allir sem voru spurðir sögðu eiginlega það sama: "Efla þarf traustið á íslenska fjármálastöðu".
Mér kemur í huga dálitla sögu. Mýsnar hittust og spjölluðu um það að kötturinn væri orðinn óskaplega frekur og væri að veiða og éta margar þeirra músa. Þá stóð upp ung og spræk mús. Hún sagði að það ætti að setja bjöllu á köttinn svo að allar mýs heyrði til þegar hættan væri í nánd. Mikið var klappað og fagnað þegar tillagan var borin upp. En fagnaðurinn stóð ekki lengi. Gömul og reynd mús tók til orða og spyrði: "En hver á að hengja bjölluna á köttinn?" Eftir þessa athugasemd læddust allar mýs af fundi.
Hver á að hengja bjölluna á köttin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2008 | 11:55
Hvernig rekur maður seðlabankastjóra?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2008 | 12:37
Má þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)