30.9.2008 | 14:39
Blautur september
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 11:37
Feitu börnin
Það er ekki sældarlíf að vera of þungur og virkilega áhyggjuefni hve mörg börn eru yfir kjörþyngd hér á landi. Við vitum hvað veldur: Of litið hreyfing og rangt mataræði.
Eins og venjulegt á skólinn að bjarga því sem foreldrar klikka á. Margt gott og gagnlegt fer fram í skólastarfinu en foreldrar bera ennþá ábyrgð á sínum börnum og heilsu þeirra. Á hve mörgum heimilunum er t.d. lagað hollur heimilismatur? Hvar er börnunum kennt að borða matinn, njóta þess að borða, kunna borðsíðir? Hvar eru matmálstímar ennþá ánægjulegar samverustundir á hverjum degi? Hve margir foreldrar fara með börnunum sínum út að leika sér, fara saman í gönguferðir, saman að hjóla, á skauta, á skíði? Á hve mörgum heimilum er sett hámark á sjónvarpsgláp og tölvunotkun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 12:32
Ódýr matur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 15:08
Óskilahjól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 14:33
Vinnutími barnanna
Það er ekki létt að vera barn í dag. Yfirleitt er nóg til af fatnaði, dóti og faratækjum. Flest öll börn eiga hjól hlaupahjól, línuskauta, sumir jafnvel pínu - mótorhjól. Foreldrar eiga bíl, yfirleitt fleiri en einn til þess að skutla afkvæmin hingað og þangað í tómstundastarfið. Barnið fær flest allt sem hugurinn girnist: I-pod, farsíma, tölvu, sjónvarp, hljómtæki, nefndu það bara! En vinnutíminn barnanna er langur. Leikskólabörnin eru 8 - 9 tímar að heiman, skólabörnin alveg eins í nám og frístund og oft er þá heimanámið eftir. Hvenær eiga börnin að vera með foreldrunum ? Þetta tengsl er mikilvægast af öllu og uppeldið verður erfitt ef foreldrar sjá börnin bara á morgnana grútsyfjuð og á kvöldin dauðþreytt. Okkar þjóðfélag gerir ekki vel að barnafólkinu. T.d. þyrfti að bjóða upp á hlutastarf í ríkara mæli án þess að fólkið missi einhver réttindi svo að foreldrar gætu sinnt börnunum sínum. Mörg börn eru sálræn vanrækt. Þau eru vansæl og kvíðin og þetta fer að aukast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 11:44
Samgönguvika
Margt gott og gagnlegt gerðist í samgönguvikunni. Sérlega gott fannst mér að kynna vistaksturinn. Þegar ég tók bílpróf í þýskalandi fyrir meira en 30 árum þá var þetta kennt í ökuskólanum.
Á laugardaginn tók ég þátt í hjólalestinni, hjólaði ásamt nokkrum vöskum mönnum úr Mósó í bæinn og var það mjög gaman. Ekki er beinlínis hægt að kalla minn heimabæ hjólreiðabæ. Þrátt fyrir rysjótt veður hefðu nú fleiri getað skellt sér á hjólið sitt með okkur. Svo hefði ég vilja hafa okkur hjólreiðamenn meira sýnilega á leiðinni úr Nauthólsvíkinni í miðbæinn, þ.e. að hjóla aðalgöturnar og láta bílana aðeins stoppa fyrir okkur. Við hjólreiðamenn eru allt of kurteisir í umferðinni.
Bílalausi dagurinn ætlar ekki að heppnast hér á landi. Til þess að láta fólkið sleppa bílinn þarf að gera eitthvað meira, t.d. að loka einhverjar götur. Við hér á Íslandi eiga margt ólært í samgöngumálunum. Hvernig verður það núna í vetur með nagladekkin? Gefst fólkinu ennþá leyfi til að nota þennan óþvera óheft á höfuðborgarsvæðinu? Er ekki hægt að rukka aukagjald, amk. til að bæta fyrir vegarskemmdum og útvega fólkinu rykgrímu að kostnaðarlausu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2008 | 10:51
Bæta fyrir skemmdum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 14:19
Einu sinni átti ég hlutabréf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 09:50
Fjúkandi trampólín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 21:03
Orkuver í Reykjahlíð?
Mývatn telst til þeirra svæða á Íslandi sem er hvað fjölsóttast hjá ferðamönnum. Ekki að ástæðulausu, því hér er að finna mjög sérstakt og merkilegt landslag. Í mörg ár hafa heimamenn byggt upp myndaleg ferðaþjónustu á Mývatnssvæðinu og jafnvel hafa verið skipulagðar vetrarferðir með þó nokkrum árangri. En menn hafa einnig raskað viðkvæma náttúru með því að starfrækta kísilverksmiðju þrátt fyrir aðvaranir af náttúrufræðingum. Það mun taka tíma að jafnvægi í náttúru Mývatnsins skapast aftur eftir brölt mannanna.
Nú eru hugmyndir uppi að hálfu landeiganda í Reykjahlíð að reisa orkuver þar sem kísilverksmiðjan hefur verið. Rökstuðningurinn er að þarna er hvort sem er raskað svæði þar sem verður ekki eyðilagt meira en hingað til. Gott og vel. Þá er bara ein stór spurning eftir: Fyrir hvaða starfsemi er áætlað að nota orkuna sem þarna verður framleitt? Hvar verða þessi starfsemi og hvernig verður orkan flutt þangað? Ég ætla ekki að trúa því að Mývetningar vilja setja slíka sjónmengun sem háspennulínur munu alltaf vera beint inn í sitt stórkostlega landslag.
Orkuver er eitt og flutningsleiðir annað. Þetta á auðvitað að meta sem heild. Því miður var það ekki gert á Suðurnesjum og þarna er að valsa yfir nokkur sveitafélög sem eru alls ekki sáttir við að fá háspennulínur þvert yfir sitt land. Hvernig mun þetta þróast á Mývatnssvæðinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)