Evropsk samgönguvika

Í dag byrjar vikan þar sem við erum hvattir til að endurskoða samgönguvenjurnar okkar. Það sem mætti hugleiða er:

Get ég komist öðruvísi en bílandi stuttar vegalengdir, þá gangandi eða hjólandi? (Og fá mér mín daglega hreyfiskammt  í leiðinni)

Get ég kynnt mér betur strætósamgöngurnar (og komast kannski að þeirri niðurstöðu að þær eru bara ekki svo slæmar)? Auðvitað er öll byrjun erfið en það kemur.

Get ég kennt börnunum mínum að nota strætó? Get ég verið duglegra að fara með barninu mínu í æfingarferðir um bæinn svo það lærir að nota bestu göngu- og hjólreiðaleiðir? (Getur verið skemmtileg samverustund)

Ef ég þarf að nota bílinn: Get ég þá skipulagt mig betur og tengið saman fleiri erindi í einni ferð? Get ég ef til vill verið í samfloti með öðrum og skiptast á að aka?

Þetta eru bara 4 punktar sem mér dettur í hug að benda á. En margt smátt gerir líka talsvert til hins betra.


Stóriðjan færir okkur áfram óstöðuleika

Þröstur Ólafson skrifar mjög góðan pistill í Mogganum í dag. Maðurinn veit hvað hann talar um enda hagfræðingur með langa reynslu. Þessi neyðarkall á meira stóriðju er mjög aum og vitlaus efnahagsstefna af mönnum sem hafa undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks með Davíð sem trúboði sigld þjóðarskútunni nánast í strand með ofurtrú á stóriðju. Við súpum nú seyði af Kárahnjúkaævintýrinu og munum gera það lengi. Ekki enn höfum við fengið allar bakreikningar frá Impregilo, en mér skilst að ríkið borgar á hverjum degi vextir vegna tapaða málaferla sem myndu duga að borga ljósmæðrunum gott kaup í langan tíma. Þenslan og verðbólgan eru bein afleiðing af þessum brjálæðislegum framkvæmdum og þjóðarbúið þarf góðan tíma að jafna sig af þessu. Akkúrat núna er ekki rétti tími til að demba sig í fleiri virkjun og álver.

Svo skil ég ekki þetta hjal um atvinnuleysi. Ég sé nú ekki betur að hér á landi er nóg atvinna að fá. Það geta ekki allir verið á forstjórakaupi, en líklega þarf eitthvað að rétta kompásinn hvað kröfurnar um lífsgæði snerta. Við verðum að læra að vera gagnrýna neytendur sem segja "nei" við okurverð og neita að kaupa slíkt.

Maður getur komast að með minna og lifað jafn skemmtilegu lífi fyrir það.


Burt með Árna Matt.

Árni Matthiesen hefur sýnt það og sannað að hann er starfi sínu ekki vaxinn. Síðasta útspilið hans í kjaradeilu ljósmæðra er alveg ótrúlegt. Hver stefnir fjármálaráðherra fyrir slæleg vinnubrögð?

Heimsendi?

Auðvitað er búið að blása þetta upp í fjölmiðlunum. Ég meina þetta með tilraunina í Sviss og heimsenda.

Samt gat ég ekki varist því að ég var með smá ónotatilfinningu og svaf illa í nótt. Með hverju eru vísindamenn að fikta þarna? Þetta minnir óþægilega á tilraunir sem voru gerðar með kjarnorkusprengjunum og alvörunotkun þeirra í Hiroshima.

Við jarðarbúar eru komnir það langt í "vísindunum" að við getum tortímt hnöttinn okkar og allt sem á honum býr á einu augnabliki. Kannski er það bara þægilegra að hverfa ofan í svarthol heldur en að brenna upp í sprengju af því að einhver ýtti á vitlausan takka.

Njótum augnabliksins og því að við erum ennþá lifandi!


Hvar er hreina óspillta landið okkar?

Ég ætla hér með að auglýsa eftir hreina og óspillta landinu okkar. Hvað er orðið af því? Við montum okkur ennþá í útlöndum hve náttúran okkar er hrein og ómengað. En almenningurinn er ekki nógu vakandi fyrir því sem er að gerast. Okkur er líka leynd svona sumt sem væri gott að vita. Hálendið er að verða mjög sundurtætt af uppistöðulónum og það er jafnvel að hóta með því að ráðast í Bjallavirkjunin sem er þó vitað að mun ekki gefa mikla orku af sér. Háspennulínur og meðfylgjandi vegaslóðir þræða landið víðar. Ljósmyndarar þurfa að hafa fyrir því að fá mótív án þeirra sjónmengun sem fylgir þessu. Þingvallavatnið er ekki eins tært og var og auk þess mengað af kvikasilfri. Víðar býr fólk á höfuðborgarsvæðinu við slæma loftmengun. Nýjasta vonda frétt barst nú af Hellisheiðinni: Þar er mosinn farinn að skemmast af völdum útblásturs frá Hellisheiðarvirkjuninni.

Þurfum við ekki að staldra við og hlusta betur á fræðimenn sem vara við ýmsar afleiðingar? Okkur liggur ekki lífið á að framkvæma, framkvæma og framkvæma eins og Geir Haarde vill. Við þurfum betra mat á umhverfisáhrifum, mat sem er ekki gert af þeim sem hagnast á framkvæmdunum heldur af óháðum aðilum.

Stoppum spillingu. Stoppum einnig menn sem verða spillingu að bráð!


Þetta er bara komið svo langt áleiðis

Aftur og aftur endurtekur sig sami óheiðarlegi leikurinn: Framkvæmdir  (eða svonefndar "rannsóknir") fara af stað á viðkvæmum svæðum sem ætti ekki að raska. Og oft án tilskilda leyfa. Þegar almenningurinn loksins rumskar og áttir sig á hvað er í gangi þá er bara sagt: Þetta er komið svo langt, þetta hefur kostað þegar svo mikið, nú er ekki hægt að stoppa þetta.

Svona fór það með Kárahnjúkavirkjun, svona var það með álverið í Helguvík og svona verður það einnig við Bakka. Það er stöðugt að valta yfir stóran hóp í þjóðfélaginu með yfirgang og frekju. Og ráðherrar dansa eftir flautu þeirra sem eiga nógu mikinn pening til þess að veifa með. Hvernig fór hann Össur að því að skipta svona gjörsamlega um álitið sitt á stóriðju og náttúruvernd?


Kreppan hvað?

Þessi svonefnda kreppa sem helltist yfir okkar þjóð er ekki alslæm. Lögmálin eru nú bara þannig að allt sem fer hratt upp kemur líka á ógnarhraða aftur niður. Þetta hefur alltaf verið þannig og mun vera þannig áfram. Svo jafnvel bjartsýnustu menn hefðu geta séð þessa þróun fyrirfram þrátt fyrir allt góðæriskjaftæði.

Í Mogganum í dag er mjög jákvæð frétt um það að það dregur úr umferð á vegum landsins. Kannski ekki góð frétt fyrir bílasölurnar og ekki heldur fyrir olíufélögum (gott á þau!), en jákvæð þróun fyrir mannlífið og umhverfið. Loksins, loksins, getur maður sagt.

Nýjustu skilaboð Geirs Haarde og hans flokks eru að vísu að búa til fleiri virkjanir og framleiða meira og meira (ál?), en sú yfirlýsing minnir óneitanlega á fyllibýtta sem þarf að fá sér afréttara eftir langt sukk. Ekki rétta stefnan sú! Það er bara gott að neyslubrjálæðið gengur tilbaka. Gott að staldra við og spyrja sjalfan sig og aðra í hverju tilgangurinn lífsins er fólginn.


Er ráðherra að skammast sín?

Árni Mathiesen fjármálaráðherra neitar að gefa upp um eignir sínar. Hann er stofnfjáreigandi  í Byr-sparisjóði en vill ekki upplýsa  hversu stóran hlut hann á í þessu.

Er ráðherra að skammast sín fyrir að vera ríkur? Eða er hann að skammast sín fyrir hvernig hann varð ríkur?


Fyrsta kennsluvika

Fyrsta kennsluvikan fór vel fram í mínum skóla. Allt starfsfólkið voða jákvætt og börnin yndisleg.

En það er enn og aftur sama saga: Það vantar starfsfólk: Í kennslu, í gæslu, í frístund, í stuðningskennslu. Við reddum þetta einhvern veginn eins og venjulegt, af því að okkur þykir vænt um börnin og starfið okkar.

Hins vegar er alltaf sama spurning ósvarað: Hvers vegna fæst ekki nægilegan mannskap í þetta skemmtilega og gefandi starf?


Til hvers, Þorgerður Katrín?

Ég sem skattgreiðandi er ekki ánægð með í hvað peningar mínir fara stundum. Eitt dæmi um það er ferðagleði menntamálaráðherrans. Maður samþykki kannski að Þorgerður Katrín fer til Beijing til að vera viðstödd þessum stórum íþróttaviðburði. En:

Treystir hún sér ekki að fara ein? Þarf hún að bjóða vinum og vandamönnum með á kostnað ríkisins? Til hvers? Til að halda í hendinni á sér? Til að skemmta sér betur? Og:

Þarf hún á dagpeningum að halda? Það er jú víst allt borgað fyrir ráðherra í svona ferðalagi. Og:

Þurfti hún að fljúga tvisvar? Fyrst að hún ákvað að fljúga heim þá átti hún auðvitað að vera þar. Flugfargjaldið kostar sitt og ekki var nauðsýnlegt að tvöfalda þann kostnað. Bara til þess að standa í sviðsljósi og brosa á úrslitaleiknum? Hún hefði nú líka bara geta óskað silfurstrákunum til hamingju hér heima - og brosa fallega í myndavélina.

Mér sárnar að aldrei virðast vera til peningar til að greiða fólki í uppeldisstörfum mannsæmandi laun. En endalaust eru peningar til í einhvern flottræfilshátt ráðamanna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband