Sjósund er æði

Í siðasta viku prófaði eitthvað sem mig hefur lengi langað að prófa: Ég fór að synda í sjónum. Undir góðri leiðsögn af manni - ég veit ekki einu sinni hvað hann heitir- þorði ég að fara í sjóinn við Nauthólsvíkinni, og náði að synda í um 5 mínútur. Nokkrum dögum seinna mætti ég aftur í Nauthólsvíkinni. Þar mætti fólk úr sjósundfélaginu og margir þeirra syntu ansi lengi í köldum sjó, sumir meira en hálftíma. Ég synti í 10 mínútur í þetta skipti og var ánægð með mig.

Það er alveg ótrúlegt hvað manninum liður vel eftir að hafa synt í sjónum. Það er bara verst að nú fer sjórinn að kólna aftur og ég þori ekki að lofa að ég mun halda áfram í vetur. En kannski aftur næsta vor...


Hvers eiga mávarnir að gjalda?

Í dag var fyrsti  kennsludagur fyrir flest börn. Ég notaði tækifærið - það rigndi ekki í morgun - til að kenna úti. Okkur börn eru svo lengi inni yfir vetratímann að það er gott og gagnlegt að hafa útikennslu á meðan enn er sumarlegt. Ég fór með nemendahóp (3. bekkur) í fjöruferð í náttúruskoðun og myndsköpun. Svo gerðist það að eitt barn eftir annað kom, alveg í uppnámi, til að sýna mér dauðan fugl. Fjaran var full af dauðum mávum, hálf étnum og úldnum, hreinn viðbjóður.

Hvað er að gerast? Eru menn að skjóta máva og skilja þá eftir? Eru menn að skjóta þessa fuglagrey og hitta ekki nógu vel svo þeir reyna  að koma sér eitthvað lengra áður en þeir drepast? Halda  menn virkilega að þeir geta fækkað í mávunum á þennan hátt? Það er hryllileg aðkoma í fallega fjöru að rekast á fullt af dauðum fuglum, alveg sama hvers konar fuglar það eru. Það er bara villimennska og subbuskapur.

Við menn verðum að taka okkur sjálfa á og hætta að skapa mávunum of góð lífskilyrði í byggð. Hættum að henda afgöngum, göngum vel frá ruslinu okkar og lokum urðunarstaðina sem fyrst.


Til hamingju með hlaupið

Ég ætla hér að senda öllum sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþon - alveg sama í hvaða vegalengd - hamingjuóskir. Mikið var ég búin að velta fyrir mér hvort ég átti að skrá mig, en eftir læknisráði má ég ekki hlaupa. Að vísu hefði ég geta gengið einhverja vegalengd, en þetta hefði ekki verið gaman. Gömul keppnismanneskja þarf að hafa eitthvað til að keppast við. Svo ég sat bara heima og hugsaði til allra þeirra sem voru svo heppnir að geta tekið þátt.

Hjartanlega til hamingju, þið öll. 


Ísland er stórasta land í heimi

Mikið var gaman að fylgjast með handboltaliðinu okkar. Og forsetafrúin gat nú ekki lýst þetta betur: "Ísland er stórasta land í heimi". Yndislegt hvernig hún talar og hve ófeimin hún er að tjá sig á íslensku. En þessi frammistaða íslenskra handboltamanna er bara æði, erfitt að finna orð og manni langar bara að gráta af gleði með honum Ólafi Stef.

Bitruvirjun er málið

Allt þetta plott um nýja borgastjórn í Reykjavík snýst fyrst og fremst um Bitruvirkjun. Þarna standa verktakar á bak við sem hugsa að græða stórt á þessum framkvæmdum. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei verið fús að opna sínar bækur um kosningarútgjöldin. Hvaðan fékk þessi smáflokkur ávallt þetta fjármagn sem var eydd í kosningarnar?

Álverið í Helguvík getur ennþá ekki sýnt á að rafmagnsmagnið sé tryggð fyrir þessar stórframkvæmdir. Ekki ríkir sátt í sveitarfélögunum um leiðslurnar. Keyrt var þetta allt í gegn á þeim forsendum að mikið fjármagn hefur þegar verið veitt í undirbúninginn.

Á þennan hátt var Kárahnjúkavirkjunin keyrt í gegn án þess að fólkið í landinu fékk tækifæri að kynna sér afleiðingar. Margir súpa nú seyðið af þessari þenslu í form háa vaxta og verðbólgu.

Meirihluturinn á landinu er á móti því að virkjun verði að veruleika við Ölkelduháls. Sjaldan hafa eins margir sent inn mótmæli eins og við þessa framkvæmdir. Álverið í Straumsvík hefur líka fengið höfnun um stækkun. En fólkið í landi virðist ekki ráða neinu.

Þriðji maðurinn af flokki sem rétt fékk einum manni inn í síðasta kosningu í Reykjavík ræður því að Bitruvirkjunin er aftur komin á plan. Og einkavinavæðingin heldur áfram því Guðlaugur Sverrisson sem hefur engar fagmenntun á sinu sviði fékk feitt embætti - bara fyrir því að vera í einkavinavæðingarflokki


Staðföst og heiðarleg

Marsibil Sæmundardóttir á svo sannarlega ekki heima í Framsóknarflokknum. Hún er nefnilega staðföst og heiðarleg. Hún er ekki gefin fyrir plott og eiginhagsmunarpólitík. Ég klappa nú bara fyrir henni að neita að taka þátt í þessum skrípaleik sem hefur átt sér stað í borgarstjórnarmálunum. Vona ég að henni gangi vel.

Mætt í vinnu

Jæja, nú er sumarfríið búið og maður er mættur í skóla til að undirbúa næsta vetur. Börnin hafa sem betur fer nokkra góða daga í viðbót. Manni finnst hálf óheppilegt að stela þessa fallega bjarta sumardaga sem ágústmánuðurinn býður upp á frá þeim, veturinn verður nógu langur.

Það er samt gaman að hitta sína starfsfélaga aftur. Ekki er eins gaman að koma að skólanum eina ferðina enn ófrágenginn. Þetta endurtekur sig ár eftir ár að viðgerðirnar eru enn í fullum gangi þegar starfsfólkið mætir aftur í vinu. Það er eins og það sé bannað með lögum að láta iðnaðarmennina vinna í skólanum í sumarfríinu.


Því miður er fólkið gleymið

Núna eru flestir hneykslaðir út af plottinu sem átti sér stað í ráðhúsinu í Reykjavík. En enn eru 2 ár í næstu kosningu. Mín reynsla segir mér að þangað til munu flestir vera búnir að gleyma þennan skrípaleik Sjálfstæðisflokksins, þennan óheiðarleika og þessa valdagræðgi. Hver mun muna eftir því hve illa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru með Ólaf F.? Hver mun muna eftir hve ginnkeypt fulltrúar Framsóknarflokks eru fyrir tilboðum sem koma þeim aftur upp að kjötkötlunum?

Í skoðun Fréttablaðsins kom fram að 600 manns í Reykjavík voru spurðir hvernig þeim líkar nýja meirihlutinn. 55% tóku afstöðu og bara einn fjórði var jákvætt. En eftir standa 45 %. það er þessi hópur sem er ópólistískur. Það er þessi stóri hópur sem lætur aftur og aftur plata sig í að greiða atkvæði fyrir flokkana sem hafa mesta fjármagnið og geta verið með glæsilega kosningarbaráttu. þeir munu greiða aftur atkvæði fyrir flokka sem lofa og standa ekki við því sem sagt var.

 


Þetta snýst um virkjunarmál

Þessi uppvakningur í borgarstjórn Reykjavíkur hefur fyrst og fremst einn tilgangur: Að keyra Bitruvirkjunin í gegn og skaffa orku fyrir álverið í Helguvík.

Það er grátlegt hve ginnkeyptir sumir menn eru fyrir skjótfenginn gróða. Óskar Bergson var nú ekki lengi að hugsa sig um. Þessi maður var bara varaborgarfulltrúi af pínulitlum flokki sem náði svona rétt inn einum manni á síðustu kosningu. Núna býst honum feitt embætti þrátt fyrir þetta. Hvers vegna ekki að taka það? En hann byrjaði nú ballið með því að ljúga: Þóttist ekki vita af neinum Þreifingum um nýjan meirihluta. Hvað er að búast af svona mönnum?


Þvílíkur leikur!

Handboltaleikurinn Ísland  - Kórea var ótrúlega spennandi og ég óska íslenskum leikmönnunum til hamingju með enn einum góðum leik. Þeir gáfust aldrei upp og voru bara óheppnir að jafna ekki. Þarna réðu þessir frægu 5 sentímetra því að okkar lið náðu ekki stígi á móti frábæru liði frá Kóreu. Ég sá ekki eftir því að hafa vaknað eldsnemma til að horfa á leikinn.

Ég er samt að hugsa til þeirra sem hafa ekki áhuga á íþróttum. Það er örugglega pirrandi fyrir þá þessa daga. Það sem koma skal er nú bara sér íþróttarás, en þannig að það verður ekki bara sýnt fólbolta heldur fjölbreytt dagskrá af sem flestum íþróttum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband