Impregilo

Jæja, þá er komið að því: Impregilo sýnir klærnar og er auðvitað með bestu lögfræðingunum á sinum snærum og fær auðvitað rétt fyrir dóm. Okkar menn við samningsborðið voru bláeygðir- kannski saklausir en kannski líka siðlausir. Íslenska ríkið má borga yfir milljarð tilbaka til þess heiðursfyrirtækis og vextir hækka skuggalega með hverjum degi. Þetta eru mínir skattpeningar og ég er alveg brjáluð! Margir menn hafa á sínum tíma varað við samskiptum við þetta fyrirtæki, það hafði ekki gott orð á sér. Menn voru á sínum tíma hvatt til að vera varkárir, en svona fór.

Litla kaffihúsið

Einu sinni var til litið kaffihús. Það stóð á fallegum stað við fallega strönd. Þangað kom fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum til að setjast niður og njóta lífsins. Þangað komu fjölskyldur með lítil börn, gömul hjón með hundinn sinn, hjólreiðarkappar og skokkarar, fatlað fólk í hjólastól. Öllum fannst ósköp notalegt að stoppa þar, hvíla sig og fá sér hressingu. 

En einn góðan dag rak fólkið upp stór augu: Litla kaffihúsið var horfið. Einhver var búinn að taka það í burtu. Það var ekkert eftir sem benti til þess að húsið hafði verið þarna. Ekkert nema góðar minningar.

Fljótlega var byrjað að róta þarna í jarðveginum, leggja breiðar götur og reisa ljóta steypukubba. Allt sem hafði verið fallegt og mannlegt var farið.

Kunnum við Íslendingar ekki að lífa lífið? Það eru ekki margir staðir þar sem svona falleg lítil kaffihús bjóða fólkinu að stoppa og hafa það gott smá stund.

Ef einhver áttir síg ekki á því sem ég er að skrifa um þá eru þetta endurminningar um veitingarhúsið við Nauthólsvík. Ég sakna þess sárt!


Hengill

Í dag rætist ósk mín um að ganga alveg upp á hæsta topp Hengilsins. Ég ásamt sonum mínum gengum frá bílastæðinu hjá Dýrveginum merktan göngustig í áttinni að Maradalnum. Áfram löbbuðum við ómerkta slóðir alveg upp á topp. Frábært fjall með útsýni í alla áttir. Þessi gönguferð tók okkur rúmlega 4 klukkustundir, þar með talið stopp á mörgum stöðum til að ljósmynda og njóta. Ég mæli með þessari göngu, það skemmtilegasta sem ég hef lengi farið.

Til Himbrima

Eftir ég hef verið í sumarbústaðnum við Skorradalsvatnið og fylgst með gauraganginum tryllitækjanna á vatninu þá ætla ég að tileinka himbrimanum sem á heima þarna nokkra línur:

Konungur kaldra fjallavatna,

þú kemur á kvöldin

þegar kyrrðin færist yfir.

Hláturinn þinn hljómar

hátt í kvöldrökkrinu,

þegar mannfólkið sefur

með mótorbátum sínum.


Stætisvagnavandamál

Hvað er eiginlega í gangi með strætisvagnasamgöngunum? Nú er enn og aftur að tala um rekstrarvanda og einkavæðingu og samdráttur í þjónustu almenningsvagna. Halda menn virkilega að með því að draga úr þjónustu sé hægt að reka almenningssamgöngurnar með hagnaði? Þá lendum við aftur í sama vitahringnum: Fáir nota strætó, dregið verður úr þjónustu sem leiðir til þess að ennþá færri nota strætó og svo framvegis. Og það ber allt að sama brunni: Einkabíllinn verður ómissandi af því að menn komast einfaldlega ekki leiðar sinnar öðruvísi.

Almenningssamgöngur eiga hins vegar að mínu mati að vera þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem á auk þess að vera helst ókeypis, með forgang í umferðinni og og raunverulegur valkostur í samkeppni við einkabílinn. Bara á þennan hátt leysum við umferðavandamálin í Reykjavík og nágrenni, breytum bílaborg í  borg mannfólksins.

Til að kosta strætósamgöngurnar mætti t.d. banna nagladekk á veturna á höfuðborgarsvæðinu eða taka toll hjá þeim sem geta ekki hugsað sér að vera án nagla. Þar með myndi slit og viðgerð gatna minnka stórlega og fyrir þennan sparnað væri hægt að gera margt gott í almenningssamgöngunum. Og svo væri kannski ekki nauðsýnlegt að búa til fullt af mislægum gatnamótum og bílastæðum ef fólkið myndi draga úr notkun einkabílsins.

Eru ekki til einhverjir fróðir menn sem gætu reiknað út hvað myndi sparast með því að bjóða upp á góða samgöngur aðra en einkabílanotkun?

 


Komin heim

Nú er ég komin heim eftir að ég var á ferðalagi í 12 daga með þýskum og svissneskum ferðalöngum.

Fólkið fékk strax fyrsta daginn ekta "Íslandsskírn", rok og rigning og kom þá í ljós að útbúnaður margra  var ekki nógu góður. Sem betur fer reyndi ekki aftur á regnstakkana því sól og blíða var alla hina daga. Ef eitthvað var þá var mér of heitt, enda situr maður sem leiðsögumaður fremst og með sólinni beint framan í sig eins og í gróðurhúsi.

Þetta var fín ferð með hótelgistingu. Ég verð að segja að gisting og matur vað flott á öllum stöðum sem við vorum. Þarna hefur átt sér stað mikla breyting til hins betra á bara nokkrum árum. Einnig var ég ánægð með að skemmtilegum áningarstöðunum og upplýsingarskiltum hefur fjölgað víðar við veginn. Það vantar ennþá klósett sumstaðar og tvisvar var virkilega neyð í mínum hópi.

Á leiðinni frá Ísafirði til Hólmavíkur er hvergi hægt að komast á dallinn frá Súðavíkur og áfram. Enginn staður allt Djúpið til að stoppa og fá sér hressingu, fátt um  útskot við veginn til að stoppa fyrir rútu. Vestfirðingar þurfa nú að taka sig á ef þeir vilja að ferðahópar koma í heimsókn.

Frá Breiðdalsvík þurftu farþegar mínir að sitja með krosslagðar fætur alveg til Höfn í Hornafirði, því við vorum það snemma á ferðinni að á Djúpavogi var ekki búið að opna.

Ég held samt að ég skilaði mjög ánægðum ferðamönnum tilbaka til Reykjavíkur. Og ánægðir ferðalangar eru jú besta landkynning.


Blessaða álið

Smám saman er ég orðin þreyt af þeirri rökstuðning að við hér á þessu skeri eigum að bjarga heiminum með því að framleiða sem mest af áli á "vistvænan hátt". Á heimsmælikvarðanum skiptir okkar framlag í álvinnslu mjög litlu máli. Ef bara bandaríkjamenn væru jafn duglegir að senda áldósirnar sínar í endurvinnslu eins og við gerum hér á landi þá myndi það gefa meira af sér en allt álið sem er framleitt hér. Við erum að gera okkur að þrælum fyrir einhver stóra auðhringi sem kæra sig ekki um náttúruspjöll hvar sem er í heiminum. Og þar að auki eru okkur orkuver alls ekki jafn vistvæn eins og auglýsingarstjórarnir álvera láta í ljós.

Nauthólsvík

Í dag gerði mér loksins ferð í Nauthólsvíkinni, fór að synda smávegis og  lá svo í sólinni. Þessi staður er algjör snilld. Staðsetningin getur ekki verið betri: Skjól fyrir norðanátt sem einmitt færir höfuðborgarbúum sól og gott veður.  Það einasta sem ég sakna er Kaffi Nauthóll. Þessi yndislegi áningarstaður hefur þurft að víkja fyrir einhverjum steypuklumpum sem er að planta allt of nálægt Ylströndinni og Öskjuhlíðarskóginum.

Til hamingju, Benedikt

Fyrsti Íslendingur náði að synda yfir Ermasundið. Vá! Hann var 16 klukkustundir í köldum sjó að synda alveg eins og hann gat. Ótrúlegt að nokkur maður getur þetta. Í svona þrekraun reynir mikið á andlega ásigkomulagið. Þetta getur enginn nema hann er með ótrúlega sterkan baráttuvilja.

Ég óska Benedikt til hamingju með þetta afrek. Í sama andrá vona ég að nafni hans Benedikt Lafleur mun vera annar Íslendingur sem nær þetta markmið.


Loksins rigning!

Ég er svo algjörlega biluð. En mér finnst óskaplega gott að fá nokkra daga þar sem rignir hressilega. Rykofnæmið mitt hefur leikið mér grátt síðustu vikurnar. Garðyrkju- og skógræktarmaðurinn í mér var aldeilis ekki glaður með úrkomuleysinu.

það er flott og nauðsýnlegt að fá rigningu!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband