13.7.2008 | 19:03
Týndar kísur
Kettir eru frelsiselskandi dýr og láta ekki temja sig. En þeir eru bestir vinir mannsins ekki siður en hundar, bara á annan hátt. Kisur elskar menn ef þeir eru góðir við þær. Það er nákvæmlega eins og við mannskepnur hugsa. Við elskum engan sem er vondur við okkur, allavega oftast.
Yfir sumarmánuðinn er mikið um það að fólkið finnst allt í einu að heimilisdýrin eru til vandræða. Maður ætlar að fara í frí og dýrin geta ekki komið með. Dýravistun er kostnaðarsöm. Kettir kosta ekkert. Er þá ekki allt í lagi að losa sig við þá? Og þá á þann hátt sem kostar ekkert: Setja þá bara einhverstaðar út á heiði. Svo fær maður sér bara annan kettling seinna. Kettlingar eru hvort sem er miklu skemmtilegra en fullvaxinn köttur.
Sigríður í Kattholti getur sagt margar sorglegar sögur um fólk sem litur á ketti eins og leikfang sem má henda hvenær sem er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 23:28
Lakagígar
Ásamt nokkrum vinum og vandamönnum gerði ég mér ferð í Lakagígar. Við fórum frá Kirkjubæjarklaustri með áætlunarbílnum þangað. Auðvitað voru bara útlendingar í bílnum, Íslendingar ferðast ekki þannig. Ég veit satt að segja ekki hvers vegna. Þetta var ósköp þægileg ferð, maður þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu og gat bara notið þess að vera á ferðalagi. Ferðin var vel skipulögð og Kynnisferðir eiga lof skilið eins og bílstjórinn sem ók af einstakri snilld.
Mikið ósköp er Lakasvæðið áhugavert. Þangað langa mig að fara með tjald og vera í nokkra daga og ganga og skoða. Gleðilegt er að sjá að landvörður er þarna í eftirlitsferðum, að gönguleiðir hafa verið stikaðar. Umgengni er nokkuð gott þarna og flestir virða átta sig á því að þetta svæði er gersemi sem þarf að meðhöndla með virðingu. Flott væri að fá fleiri klósett á staðinn. Bara eitt lítið "toblerone - hús" nægir varla fyrir rútufarþegar sem eru búnir að halda í sig nokkuð lengi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2008 | 00:32
Alveg æði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2008 | 20:59
Kerið og bann fyrir ferðahópa
Jæja, nú er komið að því sem maður hefur lengi búast við. Peningakarl kaupir upp frægan ferðamannastað (Kerið) og ætla svo að banna ferðahópum að skoða hann. Rökstuðningurinn hans stenst engan veginn. Það er gott aðgengi að Kerinu og góður stígur upp að þeim stað sem flestir láta sér nægja til að skoða. Sérstaklega í hópferðum stoppar maður stutt, svona rétt til þess að leyfa fólkinu að smella af einni ljósmynd af þessu fyrirbæri. Bak við þeirri ákvörðun að banna ferðahópum aðgang að Kerinu er auðvitað að vilja græða, taka gjald af hópunum sem ætla að stoppa þarna.
Sem leiðsögumaður hef ég alltaf verið stolt af því að landið okkar er öllum aðgengilegt og allir eru velkomnir sem ganga vel um landið. Þessi stefna er heillandi, ferðamenn kunna að meta slíkt mjög vel. Það er mjög góð landkynning þegar ánægur ferðamaður segir öllum sínum vinum frá hve sérstakt okkar land er og hve elskulega er tekið á móti ferðalöngum.
Höldum þessa stefnu og stoppum gróðafíkla í tæka tíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 20:14
Stóriðja?
Upp á undanfarnar vikur hafa komið loksins efasemdir um ágæti stóriðjunnar. Frá Austfjörðunum er það að frétta að uppgangurinn hefur ekki átt sér stað eftir að álverið var plantað þar niður. Fólkið flytur áfram þaðan í burtu og fólksfjölgun er einungis í erlendu vinnuafli. Ætla menn á Suðurnesjum og á Húsavík ekki staldra við og hugsa sinn gang, læra úr því sem aðrir landshlutir hafa farið í gegn? Ég trúi því ekki að fólk getur ekki lært úr mistökunum sem voru gerðar annarstaðar. Ekki erum við Íslendingar svona algjörlega blindir þegar einhverjir lofa okkur allt það besta, bara að við seljum það verðmætasta sem við eigum, landið og náttúran okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 22:22
Hvers á ferðamaður að gjalda?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2008 | 23:16
Frábærar tónleikar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 23:02
Gamla fólkið
Ég er nýkomin heim úr tveggja vikna ferð til Þýskalands þar sem ég heimsótti aldraða móður mína. Hún hefur haft erfiða æsku, seinni heimstyrjöldin hafa eyðilagt bestu árin hennar. Heilsan hennar hefur verið slæm sökum skorts á næringu og læknisleysis á eftirstríðsárunum. Og svo tölum við ekki um sálrænt tjón sem fólk á stríðsárunum hefur orðið fyrir. En þessi kona var hetja. Allt sitt líf hefur hún verið heima og sinnt fjölskyldunni, unnið hörðum höndum til að geta brauðfædd okkur. Hún hefur hjúkrað foreldra sína síðustu árin sem þau lifðu og sinnt pabba mínum fram á síðasta stundin þegar hann var orðinn mjög veikur. Við áttum góða æsku þrátt fyrir að vera efnalítil, því mamman var alltaf til staðar fyrir okkur þrjú börn. Við fengum að fara í nám og læra það sem við óskuðum. Vinirnir okkar voru alltaf velkomnir á okkar heimili og einhvern veginn voru alltaf til veitingar fyrir þá.
Nú er þessi litla og duglega kona orðin hrum, minnið orðið slæmt og ellin hefur tekin sín toll. Engin af okkur systkinum getur hjúkrað hana eins og hún gerði við foreldra sína, það þurfa jú allir að vera í vinnu. Hún fær heimilishjálp, pólskar konur vinna í þessu, mjög góðar og samviskusamar konur, en þær tala litla þýsku. Systkinin reyna að skiptast á að koma í heimsókn. Mamma mín vill ekki fara á elliheimili, en hún er einsömul heima, ein í stóru húsi þar sem var einu sinni allt fullt af lífi. Hún er ekki hamingjusöm, hún er döpur. Okkar þjóðfélagsmunstur er gömlu fólki ekki hliðholt. Hvað getum við gert?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 00:01
Athyglisverð ferð
Í dag fór ég í athyglisverða ferð á vegum græna hópsins í Samfylkingunni. Þetta var skoðunar- og fræðsluferð um virkjanasvæðið í Henglinum. Í gamla daga hef ég oft verið á ferðinni um Hengilsvæðið enda er þetta stórkostlegt útivistaparadís. Sökum veikinda hef ég ekki geta farið lengri gönguferðir síðastliðin ár. Mér brá að sjá alla röskun, allt brambolt á stóru svæði í kringum Hellisheiðavirkjunina. Þarna hefur verið að flýta sér til þess að koma þessum framkvæmdum sem fyrst í gegn. Þegar Nesjavallavirkjunin var búið til var farið allt öðruvísi og nettara að, reynt að fela framkvæmdina inn í landslagið og forðast óþarflega röskun á umhverfinu.
Hópurinn fékk að horfa yfir það svæði sem átti að hýsa nýja virkjun við Ölkelduháls. Mikið var gott að þetta var blásið af. Reyndar var það bara frábæru einkaátak að þakka að ekkert varð úr. Almenningurinn er alltaf svo seint að bregðast við. Sorglegt er að sjá hversu tillitslaust var farið að í sambandi við legu á Búrfellslínu 3. Þarna var ekki á nokkurn hátt að spá í að koma í veg fyrir sjónmengun í sambandi við háspennulínu á einstaklega fallegu svæði í Henglinum.
Ég hvet alla að fara og skoða framkvæmdasvæðið í Henglinum og mynda sér sjálfur skoðun um hversu umhverfisvæn jarðvarmavirkjarnir eru. Því fylgir nefnilega einnig talsverða röskun í náttúrunni, miklu meira en haldið er fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2008 | 20:57
Þetta var ekki spennandi
Við hjónin eiga pínulitinn árabát og erum dugleg að róa hann út á vatnið við bústaðinn okkar. En til þess að komast aðeins lengra frá þá höfum við velt fyrir okkur að kaupa litinn mótor á bátinn. Síðastliðið sumar vorum við að kanna málin og þá var í boði 2ja hestafla vél á um það bil 65000 krónur. Við ákváðum að bíða með það fram á næsta vor. En viti menn, samskonar vél kostaði í gær 110000 krónur. Eitt fyrirtæki er búið að kaupa upp keppinautinn á meðan. Er það þess vegna að verðið hefur næstum tvöfaldast á einu ári?
Við fórum í aðra búð sem selur fullt af flottum fullorðinsleikföngum. Þar gat maður dást að mótorhjólum, fjórhjólum, sæþotum og flottum bátum. En afgreiðslumaðurinn hristi bara hausinn þegar við bárum upp ósk okkar um 2ja hestafla vél. Svoleiðis voru þeir alls ekki með til sölu. Þetta var einfaldlega allt of ómerkilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)