Hreyfum okkur

Á morgun er kvennahlaupið og ég hlakka til að vera með. Ég ætla "bara" að ganga því ég má ekki hlaupa. Erfitt er það fyrir gamlan hlaupagikk, en við verðum bara að hafa það.

Þessi almenningshlaup eru svo skemmtileg og stemmningin frábær. Og vonandi láta sumar konur ekki þar við standa heldur halda áfram að hreyfa sig, helst á hverjum degi. Ganga, hjóla, synda, þess vegna vinna í garðinum, allt telur með og eykur vellíðan. Skrokkurinn okkar er ekki gerður til þess að sitja allan daginn, hann er gerður til þess að hreyfa sig.


Áhættuhegðun Íslendinga

Hversu mikla áhættu tekur venjulegur maður svona í daglegu lífi? Tökum til dæmis umferðina: Ekur hann yfir löglegum hraða? Tekur hann fram úr á slæmum stað? Talar hann í síma eða jafnvel sendir skilaboð á meðan hann ekur? Fer hann illa búin upp á hálendið á þess að kynna sér veðurspána?

Annað dæmi: Styður dæmigerður Íslendingur sú hugmynd að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum? Gerir hann það þrátt fyrir yfirvofandi líkur á að þar mun gerist mengunarslys í umferð allra þessa stóra skipa? Sætir hann sig við slíkar framkvæmdir þó að fiskimiðin og fuglalífið gætu verða fyrir óbætanlegu tjóni?

En engin áhætta var tekin þegar hvítabjörninn kom í land. Þrátt fyrir lögreglumannskap og vel vopnaða menn sem hefðu geta vaktað hann á meðan það var að ná í útbúnað til að svæfa dýrið þá fékk það ekkert tækifæri. Þetta þóttist vera of hættulegt.


Bangsinn

Eftir að ég er búin að fylgjast með fréttunum um ísbjarnadrápið hefur reiðin mín magnast. Greinilegt var að það starfaði ekki bráða hætta af þessu vesalings dýri. Það hefði bara þurft að halda fólkinu frá og loka veginum.

Það var sagt að maður með byssu frá skotveiðifélaginu var mættur á staðinn á undan lögreglunni. Mikið lá þessum mönnum á að fá að skjóta! Og sjá svo mynd af þessum stoltum "hetjum" fyrir aftan dauða dýrinu. Viðbjóður! Sami viðbjóður og að sjá myndir frá einhverjum stórkörlum að fara til Afríku til að skjóta villt dýr þar.

Umhverfisráðherra gat ekki tekið afstöðu til málsins heldur leyfði mönnum bara "að gera það sem þarf að gera". þessi kona er gunga. Alvöruráðherra í umhverfismálum hefði skipað aðgerðir til að ná dýrinu lifandi. Það var alveg hægt.


Drepa, skjóta

Í dag kom höfðingi í heimsókn til Íslands, en hann var skotinn. Íslensk yfirvöld nenntu ekki að hafa fyrir því að vernda hann. Hann fór langa leið úr sínu heimakynni, mjög erfið leið en hann var ekki velkominn hér.

Ísbirnir eru alfriðaðir, en hér á landi dettur mönnunum ekkert annað í hug en að taka upp byssu og skjóta þá. Það var sagt að það hefði ekki verið til deyfilyf og hefði tekið sólarhring að koma slíkt lyf til landsins. Gott og vel. Þó að þetta hefði verið staðreynd þá hefði verið hægt að fylgjast með og vakta dýrið þangað til. Að skjóta ísbjörn bara sí svona er algjört hneyksli og sýnir eina ferðina enn hvað við erum mikið á eftir í náttúruverndarmálum.


Handboltaveisla

Það var gaman að fylgjast með handboltakeppnina um helgina. Ekki bara vegna þess að Íslendingarnir unnu heldur vegna þess að þetta voru skemmtilegir leikir án óþarfa hörku og leiðindi. Íslenska liðið sýndi mikinn karakter á móti Svíunum og frábært að þeir skyldu komast á ólympíuleikana. Hjartanlega til hamingju með þetta.


Skjálftatal

Ég var stödd í banka þegar jarðskjálftinn gekk yfir. Þetta var svipuð tilfinning eins og að vera í tjaldi og talsverður vindur úti. Mjög sérstakt. Svo voru viðbrögðin hjá fólkinu svo óskaplega ¨cool". Það var bara hrist hausinn: "Ó, jarðskjálfti!" og unnið var áfram eins og ekkert gerðist. Fyndið, svona gerist örugglega bara á Íslandi.

Heilbrigð þróun

Nú er spáð að hagvöxturinn verður engin næstu árin. Er það í raun og veru vond frétt? Er þetta ekki bara heilbrigð þróun eftir allt sukkið og eyðslufyllerí síðustu árin? Ekki gat þetta gengið áfram svona endalaust. Nú höfum við gott af því að eyða minna, leggja svolítið til hliðar og lærum að gleðjast yfir litið. Það þarf ekki allt kosta peningar sem veitir okkur hamingju.

Nú förum við inn í yndislegt tímabil þar sem allt stendur í blóma. Maður þarf varla meira en að fá sér góða göngutúr til að láta sér liða vel. Við þurfum ekki alltaf tæki og tól og stóra jeppa til að öðlast hamingju. Tökum okkar tíma að vera með börnunum okkar og þeim sem okkur þykir vænt um. Förum út í leiki, tölum saman, njótum sólarinnar og útiveru eins oft og við getum. Það þarf ekki meira.


Sama um íslenska punga?

Um daginn las ég smáfrétt frá Danmörku um að einn hjólreiðastigur olli dönskum körlum vandræði. Þar var skilinn eftir 4 cm hár kantur þvert yfir stíginn og sársaukinn leyndi sér ekki í andlitunum þeirra karla sem hjóluðu yfir þennan kant án þess að lyfta rassinn.

En hvað um íslenska hjólreiðamenn? Þeim er gert daglega að hjóla yfir marga svona kanta, oft miklu hærra hindrana. Þeir verða látnir hossa yfir möl og grjót þar sem stígarnir enda skyndilega. Þegar það þarf að grafa eitthvað upp í stígunum tekur venjulega mörg ár að laga það aftur. Og svo eru margir stígar, allavega í mínum heimabæ næstum orðnir eins og þúfnalandslagið á Arnarvatnsheiðinni, allstaðar með bungar þar sem steinar og gróður kemur í gegn.

Eru pungar í íslenskum hjólreiðamönnum minna viðkvæmir en í þeim dönskum eða er þeim sem sjá um viðhald stígana einfaldlega saman um íslenska punga?


Of margir pólverjar?

Þvílík og annað eins sem sumir láta út úr sér! Einn kunningi minn vildi nú meina að kannski væri allt of mikið af Akranesbúum á landi einnig. Erlenda vinnuafl hefur þótt lengi nógu gott til þess að vinna skítaverkin hér á landi sem enginn Íslendingur kærir sig um. Um daginn var ég gapandi yfir svar eins nemanda þegar ég bað hann um að taka til á eftir sér. Hann bara spurði: "Höfum við ekki pólverja til þess?" Hvaðan fá börnin okkar slíkt viðhorf?  Hvað mundu allir þá Íslendingar sem fara í nám erlendis segja ef fólkinu erlendis þætti "allt of margir Íslendingar hér"?

Palestínumenn sem ætla að koma til landsins til þess að flýja frá því skelfilega ástandi í sínu heimalandi eru ekki einhverjir pólverjar. Þetta er fólk í neyð sem getur byrjað nýtt og mannsæmandi líf hér í okkar ríku landi þar sem er nóg af öllu. Ég vona að þetta fólk nær góða fótfestu hér með okkar hjálp og bið því velkomið.


Börn í umferðinni

Auðvitað er það hitt besta mál að hvetja börnin til að nota reiðhjól. Þetta er góð og holl hreyfing og sparar foreldrunum mörg "skutl" á bíl.

En hvað þarf til þess að börnin eru örugg í umferðinni? Margir foreldrar halda að það eitt að skella hjálm á hausinn á barninu er nóg. Hjálmurinn gerir auðvitað gagn ef hann er rétt stilltur, en hann er ekki allra meina bót. Barnið gæti slasast þótt með hjálm sé. Því miður eru hjólreiðaleiðir hér á landi lagðar í stubbum, byrja og enda einhverstaðar og maður er neyddur til að fara út á götuna. Gangstígar eru oft undirlagðir af sporlötum bílstjórum og löggan ekki nógu dugleg að sekta slíka menn.

Mér finnst að foreldrar eiga að sjá til þess að reiðhjól barnsins er með allan öryggisbúnað í lagi, að hjólið hentar barninu hvað stærð þess snertir og að barnið kann að nota hjólið rétt, t.d. kann á bremsurnar og gírstillinguna. Og svo eiga foreldrar helst að hjóla með barninu og kenna  bestu og öruggustu leiðir og helstu umferðareglurnar, t.d. að það er hægri umferð einnig á stígum og menn mætast samkvæmt þeirri reglu.

Með von um gleðilegt og slysalaust reiðhjólasumarið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband