Byflugnadauði

Litil frétt frá þýskalandi fjallaði nýlega um að býflugurnar í Rínardalnum deyja nú í stórum hópum. Þar sem ég átti heima þar á ungum árum tók ég auðvitað eftir þessari frétt. Flest allir vita að býflugur ásamt fleirum skordýrum eru mjög mikilvægar í náttúrunni. Þær bera frjókorn á milli plantna svo að plönturnar geta þroskað ávextir. Býflugnadauði getur þess vegna ollið stórtjón hjá bændum, ekki bara hjá þeim sem eru með býflugnabú til að framleiða hunang. Geðgátur eru uppi um hvað veldur þessum skyndilega dauða. Menn eru helst á því að ofnotkun ákveðna eiturefna er um að kenna.

Við menn erum frekar kærulausir í notkun eiturefna. Nú þegar vorið er gengið í garð og fólkið skoðar gróðurinn í görðunum sínum þá vil ég hvetja alla til þess að fara varlega með garðúðun og hugsa hvort maður kemst hjá því að nota eiturefni. Nokkrir maðkar í laufinu eru ekki ástæða fyrir því að láta eiturúða allan garðinn. Þetta væri eins og að skjóta með fallbyssu á spörfugla. Sendið þessa úðunarkarla heim sem eru á vorin á ferð og bjóða þjónustu sinni. Í litlum görðum er oft nóg að handtýna maðkana af runnunum. Grænsápublanda eða lífrænt efni til að úða með gerir einnig gagn. Og svo leyfum við fuglunum að hjálpa okkur að halda þessi meindýr í skefjum.


Orkan og samgöngur

Ég skil satt að segja ekki sofandaháttinn ráðamanna í Reykjavík. Nú væri mál að bæta almenningssamgöngurnar. Núna þegar bensínverðið er umtalsefni númer eitt. Mér finnst að vísu furðulegt að fleiri fárast yfir eldsneytishækkun heldur yfir matvælahækkun. Ekki þurfum við að nærast á olíu en án matar getum við ekki verið.

Já, bensínið hækkar og hækkar og mun líklega hækka enn. Sífellt fleiri munu leita aðra leiða til að komast á milli staða en á eigin bíl. Nú væri tækifæri að styðja fólkið í því. Í staðinn fyrir að búa til rándýr gatnamót, fleiri akreina og fleiri bílastæði mætti Reykjavíkurborg gefa öllum starfsmönnunum sínum til dæmis frítt árskort í strætó. Það mætti loksins vinna í því að hjólreiðaleiðir yrðu búnar til meðfram öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Það mætti leggja áherslu á að strætisvagnar fengu sérakreina á sem flestum leiðum og að ferðunum vagnana fjölgaði þannig að farið yrði amk. á 15 mín fresti.

Einnig finnst mér furðulegt að bílum sem nota aðra orku en bensín fjölgar ekki meira, alla vega bílum á vegum Reykjavíkurborgarinnar. Að við hér á Íslandi skyldum ekki nota okkar orku til að gera okkur óháðari olíunotkun í staðinn fyrir að selja orkuna á gjafaverði til stóriðjufyrirtækja.


Hvítasunna

Áður en að ég skreppi með fjölskyldunni í sumarhúsið þessa 3 frídaga langa mig að óska öllum bloggvinunum góða helgi. Vonandi gengur vel í umferðinni og allir komast heilir heim. Með hækkandi aldri og aukinni reynslu sem bílstjóri geri ég mér í auknum mæli grein fyrir því að viss hætta fylgir því að vera á bíl í umferðinni. Stundum finnst mér jafnvel að ég sé öruggari á hjóli en á bíl. Merkilegt og sennilega tóm della.

En alla vega: hafið þið það sem best yfir Hvítasunnu.


Dásamlegt

Dásamlegt að fá rigningu! Ég er ekki að grínast, ég meina það. Það er ennþá ekkert annað sem stoppar þetta klikkaða gengið sem finnst gaman að því að kveikja í gróðri og valda ómældu tjóni.

Svo fáum við loksins hreinna loft til að anda að okkur því svifrykið minnkar talsvert í blautu veðri. Gróðurinn sprettur vel núna og loftið fyllist af dásamlegum ilmi. Nú er gott að vera úti, klæða sig vel og fá sér holla hreyfingu sem jafnvel kostar ekkert neitt. Hvernig væri nú að skilja bílinn eftir heima og ganga eða hjóla í vinnu? Og hvernig væri nú að taka loksins nagladekkin undan bílnum?


Frá Ísafirði

Það var gaman að koma til Ísafjarðar sl. helgi. Þar átti sér stað stærsta og fjölmennasta trimm- mót á Íslandi: Íslandsmótið öldunga í blaki. Frá 30 ára og upp úr allan aldursskala var spilað blak í 3 daga á Ísafirði, Bolungarvík, Suðureyri og Flateyri. "Skellurnar" sem skipulögðu þetta stóra mót eiga hrós skilið fyrir alveg frábæra daga sem blakfólkið fékk að upplifa. Þetta tókst vel í alla staði og lokahófið var sérlega glæsilegt. Skemmtilegt var einnig að sjá kvennalandsliðið spila leik á móti norska liðinu frá Tromsö. Flott innlegg þetta.

Blak - íþróttin er frábær íþrótt sem er hægt að stunda fram eftir öllum aldri. Með tilkomu "Krakkablaksins" geta börn frá 6 ára aldri lært skref fyrir skref að ná tökum á tækninni sem maður þarf að kunna í blaki.

Þessi íþrótt fær því miður allt of litla umfjöllun í fjölmiðlunum. Einasta frétt sem ég sá í dag í blöðunum var frá því að ein kona fékk hjartastopp í keppninni og tókst að bjarga henni með réttum viðbrögðum. Þarf eiginlega alltaf eitthvað svoleiðis að gerast til þess að komast í blöðin? Er það ekki líka fréttnæmt efni að meira en 500 manns hittast á stað úti á landi að keppa og skemmta sér konunglega? Að litið félag getur skipulagt jafn stórt mót með slíkum glæsibragð eins og hér var raunin?


Það var gaman í Kaupmannahöfn

Ég er nýkomin heim úr námsferð til Kaupmannahafnar. Ferðin var frábær og margt nýtt og nytsamlegt er maður búin að skoða. Hópurinn notaði almenningssamgöngurnar þvers og kruss um borgina. Það var alveg saman hvort maður fór með strætó, metró eða lest: Ekkert mál var að rata enda vel merkt allstaðar og vel skiljanlegt. Maður var mjög fljótt að komast á milli því strætó á alltaf forgang í umferðinni og lest og metró þurfa ekki að víkja fyrir neinni umferð. Ferðirnar eru einnig mjög tíðar og því þarf maður aldrei að bíða lengi. Ekki er fargjaldið dýrt og því eru margir íbúar sem nota bílinn sjaldan eða aldrei.

Mikið hefði ég óskað mér að vera á reiðhjóli þessa daga því veðrið var frábært. Gangandi og hjólandi fá við allar aðalumferðargötur sinn eigin stíg og þvílíkur fjöldi hjólreiðamanna er allstaðar á leiðinni. Það eru oft bara gömul og riðguð gíralaus hjól sem fólkið notar, alls ekki svona flott hjól eins og fólkið á hér á landi. Það sést karlmenn í jakkafötum, konur á háhæluskóm, ungir og gamlir, allir nota reiðhjól. Það er aldrei ágreiningur í umferðinni, allir eiga sitt eigið svæði. Og fólkið virðist vel þjálfað að fara eftir ákveðnum umferðareglum.

Það sem mér fannst líka athyglisvert er hve hreint það er allstaðar í borginni. þarna er starfsfólk allan daginn að tína rusl jafn óðum svo það safnast aldrei fyrir á götunum. Ekki bara einn dagur á ári hreinsunnarátak eins og hér á landi. Þarna er unnið jafn og þétt í að hafa borgina hreina.

Við eigum margt ólært hér á Íslandi og þótt við erum fámennt þá gætum við bætt talsvert hér heima og lært frá öðrum það sem hefur reynst vel.

 


Það er gaman að hjóla

Eftir langt hlé þorði ég í fyrsta skipti aftur að hjóla úr Mosfellsbænum til Reykjavíkur. Mikið var það gaman! Vorhljóð í fuglunum, öldurniður, sólskin og hlý gola. Mér til mikilla gleði var sumstaðar byrjað að sópa stíginn og þar með engin hætta að renna til og detta. Það er líka kominn góður breiður stígur meðfram Sæbrautinni og það er hitt besta mál. En ósköp er loftið mengað í Reykjavík. Ennþá skrapa margir bæjargöturnar á nagladekkjum. Ég fann fyrir miklum kláða í andlitinu, sá varla út úr augunum því ég táraðist stöðugt af rykinu. Þegar maður snýtti sér kom grá drulla eins og maður hefði verið að vinna í kolanámu. Er ekki komið 15. apríl? Þá eiga  allir að vera búnir að skipta um dekk. Það á bara ekki að gefa skussunum alltaf tækifæri. Löggan ætti að fara af stað og það núna! Sekta þetta nagladekkjafólk allavega á höfuðborgarsvæðinu. Það er akkúrat engin ástæða að tæta götur borgarinnar lengur.

Stórskemmtilegur leikur

Í gær fékk ég að horfa á stórskemmtilegan leik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þar mættust Þróttur Neskaupstaður og Þróttur Reykjavík í öðrum úrslitaleik í kvennablaki. Leikurinn var jafn og spennandi, tilþrifin á köflum stórfín. Þróttur R. vann 3:1 og munu liðin mætast í oddaleik til að útkljá hver verður íslandsmeistari.

Því miður voru engin fjölmiðlar á staðnum, ekki minnst einu sinni á leikinn í dag í blöðunum. En í blaki hér á landi er engin atvinnumennska, ekki verða útborgað háar upphæðir og hneykslismálin eru fátíðar. Og svo var þetta nú "bara" kvennaleikur.


Reiðhjólasumar

Bráðum heyrist þetta þekkta lag aftur sungið, þegar fólk veður snjó upp að ökklunum og fer skjálfandi af kulda í fínasta sumarpússinu í skrúðgöngu. Ég hef tekið eftir því að þeim börnum fer fjölgandi sem nota reiðhjólið sitt til þess að komast í skólann. Gott mál, mjög gott mál! Það er líka heilsuvíka í Mosfellsbænum og þá er fólkið hvatt til þess að hreyfa sig meira. Það hefur hins vegar ekki gerst mikið jákvætt í stigamálunum hér. Sumir eru ansi holóttir, þar sem einhvertíma var grafið eitthvað í sundur er það ennþá þannig. Í Teigahverfinu endar hjólreiðarstigurinn allt í einu á umferðagötu af því að þar var búin til hjáleið. Þótt þetta er tímabundið þá skapar það samt hættu fyrir börnin okkar sem hjóla í skólann. En það er bara hugsað um bílaumferðina. Það einasta sem virðist vera á döfinni í stigamálunum er að setja einhverjar asnalegar slár þvert yfir stigana til að hefta ferð okkar hjólreiðamanna.

Skattpeningarnir mínir

Ég vil að það sé farið vel með skattpeningana mína! Ég er bara grunnskólakennari með lá laun en ég borga reglulega stóran part af kaupinu mínu í skatt. En ég vil ekki að ráðamenn þjóðarinnar fara illa með þessa peninga. Ég vil að mennta - og heilbrigðiskerfið okkar sé til fyrirmyndar, að allir hafa það gott í þessu ríku þjóðfélagi. Ég vil að börnin okkar fá að dafna og vaxa úr grasi og verða með okkar hjálp að hamingjusömum einstaklingum sem spreyta sig í lífinu.

Það er út úr kú að ráðherrar okkar eru með flottræfilshátt og ferðast í einkaþotum. Þeir þurfa ekki heldur neina háar upphæðir í dagpeningum enda er allt borgað fyrir þá í ferðalögum á vegum ríkisins.

Það er einnig slæmt að menn taka ekki ábyrgð á klúðri sem verður til í sínu ráðuneyti. Breiðarfjarðarferjan var t.d. selt á spottprís, tveimur vikum seinna seldi kaupandinn hana aftur á tvöföldu verði. Mætti maður kannski fá að vita hver þessi kaupandi var sem græddi svona vel? Grímseyjarferjan er líka kapitúli fyrir sig. Það eru mínir skattpeningar sem slík óliðandi vinnubrögð eyða í vitleysu. Hver axlar ábyrgð þegar milljónir fara til spillis af því að menn vinna ekki vinnuna sína eða eru hreint út sagt óhæfir til að standa sig í sínum embættum?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband