Að fikta með eld

Nú er stutt í vorið og því fylgir alltaf eitt fyrirbæri sem er frekar hvimleitt: Sinubruninn. Í gær fréttist að nokkur útköll hafa verið út af þessu, meðal annars í Heiðmörkinni. Fréttaflutningurinn var á þann veg að á vorin væri alltaf eitthvað um sinubruna. Svo ekki meir.  það hljómaði eins og það væri sjálfsagt fyrirbæri sem ekkert væri hægt að ráða við. Ekki orð um að þetta væri refsivert athæfi, ekkert um það að nú væri byrjað að taka hart á þessu. Þetta er bara svona og basta!

Að kveikja í sinu er  gömul hefð hjá bændunum til að láta grasið spretta hraðar upp úr sínu. En þetta eru gamaldags aðferðir sem vonandi heyra sögunni til. Eitthvað virðast þetta samt ennþá sitja fast í kollunum hjá sumum að það tilheyrir vorinu að kveikja í sinu.

Er ekki tími kominn til að reka massívan áróður á móti þessu og taka brunavörgunum föstum tökum?


Grátlegt en satt

Umhverfisráðherra okkar var gráti nær í fréttunum í gær, enda úrskurðaði hún móti sínu sannfæringu.

Það kom í ljós að umhverfislöggjöf hér á landi eru ansi ófullnægjandi. Hver vissi þetta ekki fyrr? Við erum algjörlega í 1. bekk í umhverfismálunum, því miður. Framapotarar eins og Árni Sigfússon komast upp með að byrja bara að framkvæma þótt margir lausir endar séu ennþá í þessu Helguvíkurdæmi. En frekjan virðist sigra hér á landi.

Nýtt álver mun hafa slæmar afleiðingar hvað þenslan og verðbólga snertir, margir fagmenn eru sammála um þetta. Einnig er að setja spurningarmerki við það hvort atvinnulífið á Suðurnesjum mun græða svo mikið á álverinu. Á Austurlandi er farið að heyrast óánægjuraddir í sambandi við alla þessa stórframkvæmdir, ekki virðist að jákvæðu áhrifin á byggðarlagið eru jafn stórkostlegt og lofað var. 

Eru ekki einhverjir í þessari ríkisstjórn sem þora að segja nei við stóriðjubröltið? Ég trúi þessu ekki!


Dýrt er það!

Hvað gerir maður ef manni ofbýður verðið á einhverju? Eðlilegast þætti mér að draga úr neyslu sem mest og gefa þannig seljendum skýr skilaboð. Hér á landi er þetta einhvernvegin öfugt. Eldsneytið hefur upp á siðkastið hækkað gríðarlega. En hvað gerist? Aldrei fyrr hafa selst jafn marga bíla og meira að segja stór og eyðslufrek ökutæki. er mönnunum vorkunn? Mér finnst ekki. Við flest allir gætu dregið talsvert úr notkun eldsneytis. Við gætum t.d.:

Verið sem mest á litlum og sparineytum bílum.

Ganga eða hjóla stutta vegaengdir og nota strætó sem mest.

Skipuleggja sig betur og tengja ferðir saman, forðast alla óþarfa skreppitúra.

Samneyta ferðir með öðrum.

Aka vistvænt. Ef einhver veit ekki hvað þetta þýðir þá er stundum boðið upp á námskeið.

Forðast eins og hægt er að vera á ferð á háannatímum.

Atvinnubílstjórarnir hins vegar geta ekki dregið úr akstri, þetta er þeirra lífsbrauð. Þess vegna væri mjög æskilegt að ríkisstjórnin myndi grípa til aðgerða til að létta þeim rjóðrið. Lækkun  í flutningskostnaði gæti skilað sér í lægra vöruverði á mörgum sviðum og komið þannig öllum til góða.


Mótmæli í Ártúnsbrekkunni

Ég er mjög hlynnt friðsamlegum mótmælum og mættum við hér á landi vera duglegra að taka þátt í slíku. En mótmælum verða að vera þannig að tekið verður eftir því. Og það verður tekið eftir því þegar einhverjir hafa óþægindi af þessu. Í gær lokuðu nokkrir flutningabílstjórar aðalumferðaæðinni út úr borginni til þess að mótmæla bensínokri. Fullt af fólki sat fast í umferðinni. Fréttamenn tóku viðtal við suma þeirra. Ein kona vildi meina að nú sæti hún fast og eyddi sitt bensín að óþörfu. Henni datt ekki einu sinni í hug að drepa á vélinni. Landinn er ekki nógu duglegur að spara dropana. Það væri rétta svarið við okrið: að draga úr neyslu. En við erum lélegir neytendur, við kaupum bara meira þegar verðið hækkar - það gæti jú hækka enn meira seinna!

En þeim bilstjórum sem stóðu fyrir mótmælunum í gær er vorkunn. Rekstur vöruflutningabíla er þeirra atvinna og erfitt er hjá þeim að draga úr neyslu eldsneytis.

Lögreglan tók mjög vinsamlega á sökudólgunum sem lokuðu Ártúnsbrekkunni í gær. Mér er ennþá minnistætt þegar umhverfissinnar fóru í mótmælagöngu í Reykjavík og þeir voru ekki teknir neinum vettlingatökum. Harkan var rökstutt með því að mótmælendurnir stefndu meðborgara í hættu með því að loka einhverjar götur, það kæmi enginn sjúkrabíll að ef þyrfti. Ekki hefði verið léttur leikur í gær fyrir neyðarbíll að komast að í Ártúnsbrekkunni. En það er ekki sama hver gerir hlutina.


Stutt í vorið

Þó að kuldinn skríður enn inn á manninn á morgnanna þá er stutt í vorið. Dagarnir eru orðnir lengra en næturnar og það er komið vorhljóð í suma fugla. Sólin er að vinna á snjóinn smátt og smátt og  grænir grastoppar eru farnir að láta sjá sig hér og þar.

En það sem verður mjög sýnilegt þegar snjórinn fer það er ruslið út um allt. Hér í Mosfellsbænum er það mjög áberandi í kringum búðir og sjoppur. Mætti ekki skylda eigendur að hafa hreint fyrir sínum dyrum? Ekki ætti heldur að sjást lengur opnar ruslatunnur og gámar þar sem allt fýkur upp úr í roki. Erum við á þessu landi virkilega það miklir sóðar að okkur er sama um þótt leifar af áramótaflugeldunum liggja ennþá í görðum og á götunum? Finnst okkur í lagi að leyfa hundunum að skíta á almannafæri án þess að hirða þetta upp? En sem betur fer eru líka snyrtimenni til. Um daginn fór ég á gönguskíði í Bláfjöllunum. Þar var maður með hundinum sínum á ferð og þegar hvuttinn gerði stykkið sitt þá var maðurinn fljótur að hirða þetta upp. Svona langt út fyrir mannabyggðum hefði maður nú fyrirgefið að láta það eiga sig, en þetta var alveg til fyrirmyndar.


Viðskiptafréttir?

Staðan í peningamálunum er á allra vörum núna. Maður opna ekki útvarpið án þess að slæmar fréttir berast um efnahagsástandið hér á skerinu. Maður gluggar ekki í dagblöðin án þess að manni verður óglatt yfir því hvernig góðæri breytist á svipstundu í það gagnstæðu.

En svo skoðar maður íþróttadálkinn í blöðunum. Sem áhugamaður um íþróttir er ég alltaf spennt í þessar blaðsíður. En hvað skyldi vera aðalefni þar? Hvaða fótboltastjarna verður selt hvert og fyrir hvaða margar milljónir. Hvaða auðmaður kaupir hvaða fótboltafélag? Á þetta ekki heima í viðskiptafréttunum?

Mér finnst að íþróttafréttir eiga að vera um íþróttir. Og þá ekki bara um íþróttagreinar þar sem atvinnumenn velta milljónir og milljarðar. Ekki bara um fótbolta, formúlu, gólf. Handboltinn og körfuboltinn fá að vísu umfjöllun en þar með er það upptalið. Ég óska mér fjölbreytilegra fréttaflutnings, umfjöllun um fleiri íþróttagreinar, fréttir frá íþróttum unglinga, barna og einnig öldunga.

Svo langa mig að spyrja: Hvað hefur enski fótboltinn fram yfir þann ítalska, þýska, spænska, suðurameríska? Ég skil alls ekki alla þessa umfjöllun sem hann fær. Sorry!


Dapurlegt ráðaleysi

Ósköp var dapurlegt að horfa á fréttirnar í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Geir Haarde birtist þar tvisvar í viðtali og var jafn ráðalaus í sínum svörum um íslenskt efnahagsástandið. Og Árni fjármálaráðherra talaði stöðugt um "menn" sem hafa gert mistök að undanförnu. Kann hann ekki að bera litlu orðin "ég" eða "við" fram?

Toppurinn var samt að aðalblýantsnagari í Seðlabankanum gaf ekki kost á sér í viðtal. Hefur hann annars einhvern tíma gert það? Ég meina að gefa kost á sér þegar óþægileg mál eru á dagskrá sem þarf að ræða?


Merkilegur dagur

Í dag á yngri sonurinn minn afmæli. Ég er áð hugsa mikið til dagsins fyrir 22 árum  þegar ég mátti loksins snerta og faðma þetta litla kríli sem hafði stækkað og þroskast inni í mér í 9 mánuði. Stórkostlegt augnablik.

3 mánuði á eftir varð ég að taka ákvörðun um hvort ég færi aftur að vinna. Fæðingarorlofið var þá ekki lengra en það. Þetta hefur nú guði sé lof breyst til hins betra. Við áttum ekki mjög mikinn pening á þeim tíma til að spila úr og þannig fór að ég gaf litla 3 mánaða barnið mitt í pössun til dagmömmu. Mikið hefði ég hins vegar verið fegin því ef ég hefði fengið borgað fyrir að vera heima hjá börnunum mínum eins og það er til tals núna hjá Reykjavíkurborginni og mætur svo miklu gagnrýni hjá femínistunum.

Hvað er svona slæmt við það að mæður séu heima hjá börnunum sínum fyrstu árin? Það hefur ekkert við það að gera  að "koma konunum aftur bak við eldavélina". Börnunum er einfaldlega ekki hollt að alast upp að mestu hjá öðru fólki. Það sem verður hins vegar að bæta í okkar þjóðfélagi er að konunum verður tryggð að fá starfið sitt (eða sambærilegt starf) aftur eftir lengra hlé og að þær fá metin þau ár sem þær eru heima hjá börnunum í sambandi við starfsaldur eða lífeyrisréttindin.


Furðulegur dómur

Á Seltjarnarnesi var móðir geðfatlaðs barns nýlega dæmt  til þess að greiða kennaranum barnsins að mig minnir rúmlega 10 milljónir í skaðabætur. Barnið hafði í reiðikasti skellt hurð á kennarann. Kennarinn hlaut varanlegan skaða af þessu.

Nú spyr ég: Eru kennarar ekki tryggðir í starfinu sínu fyrir slíkum slysum? Þetta barn er að mér skilst með einhverfu og ræður stundum ekki við skapið sitt. Allir sem kenna í grunnskólum landsins hafa sennilega haft samskipti við slíkum börnum og vita hvernig viðbrögð þeirra geta verið. þýðir þessi dómur að kennararnir geta búast við því að standa í málaferlum við foreldrar þeirra barna sem missa stjórn á sér og meiða einhvern? Þýðir þessi dómur að foreldrar geðfatlaðra barna verða dregnir til ábyrgðar fyrir eitthvað sem barnið ræður ekki við? 


Góðar fréttir

það er alls ekki létt að taka lífið með ró núna til dags. Hlutabréfin lækka, sparipeningarnir verða að engu með hrap íslenskar krónuna, matvælin hækka, bensínverðið er í himinhæðum, bjórinn bara fyrir útvalda á þessu verði. En nú loksins kemur dundursgóð frétt: Páskaeggin eru orðin ódýrara. Heimurinn er kominn í lag og við stefnum með bros á vör inn í páskavikuna. Étum páskaegg eins og aldrei fyrr! Gleðjumst yfir smátt!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband