Hvar er "fagra Ísland"?

Í dag undirrituðu ráðamenn  í Garði og Reykjanesbæ framkvæmda- og byggingaleyfi fyrir álverið í Helguvík. Árni Sigfússon vill helst taka fyrstu skóflustunguna á morgun. En margt er ótryggt og í lausu lofti. Ekki er vitað hvaðan rafmagnið fyrir seinni helming álversins á að koma, ekki ljóst hvar rafmagnslínur eiga að vera, ekki fengið losunarheimild og ekki afgreitt kæruna frá Landvernd.

Nú mun koma í ljós hvort umhverfisráðherra hefur bein í nefinu. Ég öfunda Þórunni Sveinbjarnadóttur satt að segja ekki að þurfa að taka afstöðu til álvers í Helguvík. Sjálfstæðisflokkurinn er ráðandi aðilinn í ríkisstjórninni, frá Samfylkingunni hefur ekki heyrst mikið um "fagra ísland" nema frá fáum hugrökkum mönnum.

Ég þakka Dofra Hermannsyni fyrir góða frammistöðu í Kastljósinu í kvöld. Mér fannst að hann var mjög sannfærandi og málefnalegur. Andstæðinginn hafði ekkert nema gamla klisjur upp á að bjóða. 


Leikföng og ódýrt bensín

Eldsneytisverðið er orðið skuggalega hátt og það er spennandi að sjá hvenær sá venjulegi íslendingur hættir að væla og dregur frekar úr neyslunni. Stórir og eyðslufrekir bílar virðist ennþá að seljast vel.

Nýlega var sagt í fréttunum frá því að hugmynd er uppi um að veita ýmsum hópum aðgang að ódýru (lituðu) eldsneyti. Auðvitað er ekki spurning að til dæmis björgunarsveitir fá slíkt fyrir farartækin sín. En skemmtibátar, vélsleðar, torfæru - og fjórhjól? Það finnst mér alveg út í hött! Sá sem á efni á að kaupa svona leikföng á líka að eiga efni á að borga fyrir eldsneyti eins og við öll sem nota bílinn í nauðsýnlegar ferðir.


Fallegur dagur

Í morgun var glampandi sólskin hér í Hveragerði. Eftir að hafa verið hér á heilsuhælinu í bara 1 viku er ég sæmilega brött og get farið ein í gönguferðir. Meðferðin skilar sér svo sannarlega vel. Eftir morgunmatinn dreif ég mig út í góða veðrinu og labbaði góða spöl meðfram Varmá. Smá lag af nýföllnum snjó er yfir öllu, trén lita út eins og flórsykur hefur verið sáldrað yfir þau. Náttúrufegurðin er mikið hér. Sólskinsblettir liggja hér og þar á Henglinum, gufan úr heitu hverunum stígur beint upp til himinsins sem er skreytt allskonar skýjum.

Væri það nú ekki hreint og beint glæpur að setja orkuver í þessa fallega dali, að planta skrímsli sem eiga að bera háspennulínurnar út um allt? Nú þegar er komið nóg af því. Henglasvæðið upp frá Hveragerði er útivistarparadís sem er skemmtilega nálegt íbúum höfuðborgasvæðisins. Hveragerðisbær hefur talsverðar tekjur af ferðamannaþjónustu og ber vonandi gæfu til þess að leyfa engar virkjunarframkvæmdir í þessu stórkostlega umhverfi sem blasir við hér rétt hjá.


Náttúran er viðkvæm

Á bls. 2 í Morgunblaðinu í dag er grein sem allir ættu að lesa sem setja sitt já við stóra framkvæmdir í íslenskri náttúru. Það sem náttúrufræðingar grunaði lengi hefur nú verið staðfest: Lífríkið í Mývatn hefur hljótið mikið tjón út af kísilgúrvinnslunni sem var starfrækt þar í tæp 40 ár. Mýflugustofninn hefur hrunið og þar með var raskað fæðuframboð fyrir fiska og fugla. Og spáin er ekki bjartsýn: Ekki má reikna með að silungsstofninn í Mývatni nái sér einhvern tíma aftur.

Önnur frétt hvatti mig einnig til umhugsunar: Í Bandaríkjum hafa menn miklar áhyggjur af því að lífríkið í Grand Canyon sé að breytast mikið. Ástæðan? Stífla í Coloradofljótinu veldur því að framburður af ánni er ekki lengur eins og var. Litlar breytingar í umhverfinu geta nefnilega valdið stórum breytingum á hegðun lífríkisins. Hvernig verður það þá með stórum breytingum eins og t.d. Kárahnjúkastíflunni þar sem heil jökulá hverfur og aurburðurinn fer ekki lengur til sjávar? Þar sem vatnsmagn tveggja jökulfljóta í staðinn fyrir eina rennur í stöðuvatn? Þar sem gríðarleg magn af jökulleir þorna upp við lónsbakka og fer svo af stað í hvössum vindum? Öll þessi áhrif munu koma í ljós og ég er hrædd um að þau munu verða miklu stærra en menn gera sér grein fyrir.

Ættum við ekki núna að staldra við og hugsa okkar gang í stórframkvæmdum sem eru á teikniborðinu? Við erum ekki það illa stödd hér á Íslandi að við þurfum að taka fljótfærnislega ákvarðarnir. Ég vona svo sannarlega áð íslenskir ráðamenn bera gæfu til þess að íhuga vel frekari stóriðjuframkvæmdir með öllum þeim afleiðingum sem þær væntanlega munu hafa á okkar einstaka náttúru.


Akstur utan vegar

Skyldi það virkilega vera svona tímafrekt að kortleggja Ísland með það í huga hvar eru vegir og hvar ekki? Á meðan vegaslóðir, aðallega um hálendið eru ómerktar og ekkert kort er til sem segir um hvar í raun og veru má aka og hvar ekki, þá er ógerandi að taka menn til ábyrgða sem aka utan vega. Ég skora á umhverfisráðherra og samgönguráðherra að setja kraft í þetta verkefni og láta það ekki dala uppi í einhverja skúffu.

Heilsulindir á Íslandi

Ég er að dvelja núna á heilsuhæli Náttúrufélag Íslands í Hveragerði. Það er skemmtilegt vetrarveður, glampandi sólskin í gær en snjókoma í dag. Ég er í meðferð vegna slitgigt og finn nú þegar að ég mun hafa mjög gott af því að vera hérna, bæði líkamlega og andlega. Eftir 3 vikna dvöl vonast ég til þess að geta mætt í vinnuna aftur.

Á mínum stuttum gönguferðum hér í nágrenni er ég búin að hugsa margt. Af hverju erum við hér á landi ekki með fleiri heilsulindum? Í vestrænu löndunum með öllu því velmegun sem ríkir þar hefur margt fólk við veikindi að stríða og oft eru orsökin að fólkið hefur það of gott. Ofþyngd, öndunarsjúkdómar, alls konar ofnæmi, húðvandamál eru bara nokkur dæmi. Auk þess verður fólkið eldri að meðaltali og öldruninni fylgja oft vandamál í beinum og liðamótum.

Hér á landi gætum við byggt upp myndarlegar heilsulindir sem gætu orðið þekktar langt út fyrir landsteinana.  Gott dæmi um slíkt er Bláa lónið sem er orðið frægt um allan heim. þessi starfsemi hefur vaxið og dafnað og veitir nú þegar fjölda manns atvinnu. Annað dæmi eru litil fyrirtæki sem framleiða snyrtivörur með íslenskum jurtum. Ég hef gefið mörgum kunningjum og vinum mínum úti í Þýskalandi slíkar snyrtivörur og alltaf var fólkið jafn ánægð og spurði strax hvar væri hægt að kaupa þetta.

Ég er alveg sannfærð um að ef bara brot af því fjármagni sem ausið var í Kárahnjúkavirkjunin væri varið í að byggja upp og markaðssetja íslenskar heilsulindir þá gæti þetta verið mjög arðbær atvinnugrein sem tengdist auðvitað vaxandi ferðamannastraumnum hingað. Svona til að minnast á þá væri jafnvel ekki út úr kortinu að fara að tína fjallagrös og aðra jurtir í stórum stíl til að nota í náttúrulækningum (þetta fjallagrasa- kjaftæði er alltaf notað af virkjunarsinnuðum til að rökstyðja að ekkert kæmi til greina nema stóriðjan til að bjarga atvinnumálunum).

Með áframhaldandi uppbyggingu stóriðju hér á landi erum við hins vegar að eyðileggja ímynd Íslands sem hreint og óspillt land. Þar með spillum við líka fyrir stafsemi eins og ég er að benda á hér í þessum pistli. Nú þegar gera óþægindin vart við sig sökum mengunar hér á landi, t.d.brennisteinsfnykur og útfellingar frá Hellisheiðarvirkjunin, svifryk yfir hættumörkum oft á ári, kvikasilfur í Þingvallaurriði, áhrif frá háspennulínum. Við munum vakna við vondan draum - ef við erum ekki nú þegar vöknuð. Þá verður ekki aftur snúið af þeirri ógæfubraut  sem græðgi og von á skjótfengnum gróða eru búin að leiða okkur á. Þá mun heyra hreint og fagurt land sögunnar til.

 


Það er gott að fara með gát

Mikið er búið að skrifa um atvinnumál á Íslandi og hvernig tryggja má íbúum út á landi að nægileg störf séu í boði. Stóra spurningin er hvort töfralausn eins og eitt stóriðjuver í einhverjum firði mun hafa það jákvætt áhrif á landsbyggðinni eins og talsmenn stóriðjuvæðingar vilja telja fólkinu trú um. Álversævintýrið á Austfjörðunum er komið vel áleiðis og það er vel hægt að draga lærdóm af því. Hvað hefur gerst á þeim slóðum? Á Reyðarfirði og nánasta umhverfið hefur atvinnuástandið batnað. Hin bæjar- og sveitarfélög sem eru lengra frá eru ekki í eins góðum málum. Álverið á Reyðarfirði hefur nefnilega haft neikvætt áhrif á mörg önnur starfsemi á Austfjörðum. Hefur íbúum á þessum landshluta fjölgað eins og spáð var? Aldeilis ekki, íbúum hefur farið fækkandi núna þegar framkvæmdir við að reisa þetta álversferlíki eru að ljúka.

Við Íslendingar ættum svo sannarlega að fara með gát í frekari stóriðjuframkvæmdir því þar er ekki allt gull sem glóir.


Ekki fleiri álver

Í dag birtist mjög áhugaverður pistill um atvinnuástand á Reykjanesi. Höfundur er Bergur, formaður Landverndar. Þeir sem ekki eru búnir að mynda sér skoðun um álverið í Helguvík ættu að lesa þetta og helst muna atriðin sem koma þarna fram. Margir íslendingar eru nú þegar búnir gjalda fyrir Kárahnjúkadæmið með ofurþenslu og okurvöxtum. Ætlum við virkilega að halda áfram á þeirri braut?

Strætó

Mér líst vel á að strætóferðir verða ókeypis fyrir flestir sem á annað borð nota þennan samgöngumáta. En hvers vegna ekki fyrir alla? Fullorðið  fólk á bestu aldri er sennilega sá hópur sem notar strætisvagna lang  minnst og þannig væri tapið hjá fyrirtækinu ekki mikið. Frítt í strætó fyrir alla! Það myndi spara miklum fyrirhöfnum við að útbúa skírteini handa krökkunum. Enginn þyrfti að vesenast út í að einhvern misnotaði kannski strætókort einhvers annars, engin týnt kort, engin leiðindi. Bara velkomin í strætó og gjörið þið svo vel! Og það er aldrei að vita hvort ekki einn og einn myndi skila bílnum sínum eftir heima og uppgötva hvað það er sniðugt að nota vagnana.

Ég fyrir mitt leiti er frekar ánægð með strætó, margt hefur batnað síðustu árin. Eitt finnst mér samt slæmt: Strætó í Mosfellsbænum kemur ekki lengur við hjá Reykjalundi. Þangað fer margt fólk í endurhæfingu sem getur eða má ekki aka bíl. Sumir þeirra gætu  notað strætó og þyrftu því ekki að vera háð einhverjum sem skutlaði þeim og sækji aftur.


Stóriðjustopp?

Nú langa mig að auglýsa eftir stefnu Samfylkingu í stóriðjumálum. Ég man nú ekki betur en að fyrir síðustu kosningar var talað í þeim herbúðum um að beita sér fyrir því að ekki sé farið í frekari stóriðjuframkvæmdir. Nú heyrist ekkert um það frá þessum flokki lengur. Hvar er iðnaðarráðherra, hvar er umhverfisráðherra? Eru þeir allir að lúffa fyrir Sjálfstæðismönnunum sem ætla einu sinni enn að boxa eitt álver í gegn á metstíma? Að byrja á framkvæmdum í Helguvík þrátt fyrir að óljóst er um hvaðan orkan skal koma í fullvaxið álver. Að byrja þrátt fyrir að ekki er komin lausn á hvar háspennulínurnar eiga að vera. Og hvað er um mengunarkvótann? Og hvað er um það að þenslan mun aukist aftur? En byrja skal samt á framkvæmdunum og segja svo að fyrst að það sé byrjað á þessu þá er engin leið að hætta! Þetta hefur maður heyrt áður, er það ekki?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband